Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 21

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 21
ÆGIR 113 breytingunni og það er, hvað mikil slys hafa orðið á mótorskipunum, samanborið við aðrar fleytur. Það er mörgum áhyggju- efni þar í landi sem víðar. Sem dæmi má geta þess, að árið 1923 hjálpuðu björgunar- skúturnar 40 mótorskipum, sem voru í hættu stödd vegna vélabilunar. 1924 64 og 1925 80. Það virðist verða svo í Norvegi, að þegar menn hafa fengið vél í bát sinn eða skip, minki hugsunin um það, að hafa seglaútbúnaðinn svo í Iagi að hann koini að notum el' vélin bilar. Svíþjóð. Arið 1810 kom fram tillaga í sænska þinginu um það, að koma á fót björgunar- bátum í Svíþjóð, en al' framkvæmdum varð þó ekki fyr en árið 1855, að Svíþjóð fékk fysta björgunarbátinn. Eftir það jókst björgunarstarfsemin í Sviþjóð smátt og smátt, þangað til að 1880, að til voru 16 björgunarstöðvar með tilheyrandi bátum. Síðar bættust nokkrar við, en aðrar voru látnar hætta störfum, svo að árið 1915 voru ekki til nema 16 björgunarstöðvar sem stjórnin átti og voru undir eftirliti og ráðstöfun hafnsögumannanna. — Arið 1903 urðu miklar slysfarir við sænsku ströndina, sem álitið var að koma hefði mátt í veg fyrir, að miklu leyti með full- komnum björgunartækjum, liefðu þau verið til staðar. Menn glevmdu þessum slysförum ekki, og í von um að geta komið í veg fyrir, að slíkt kæmi aftur fyrir, var nefnd kosin af sænska sjómannafélaginu til þess að safna saman fé til þess að koma á fót fleiri björgunarstöðvum. meðfram ströndinnni. Nefndin kom á fót björgunarstöðvum við „Stafsinge", „Galtaback og „Sárdal“. Nefndinni virtist nauðsyn björgunar- málanna svo mikilvæg, að hún ákvað að koma á fót sérstöku björgunarfélagi, og var það stol'nað 1. júlí 1907 og kallast: „Svenska siíllskapet för ráddning af skeps- brutna“. Sænska björgunarfélagið á nú 16 björg- unarstöðvar, þar af 2 sem að eins hal'a flugeldaútbúnað. 5 stöðvar með opnum róðrarlífbátum og flugeldaútbúnaði, ein stöð með flugeldaútbúnaði og björgunar- bát með utanborðshjálparvél. 6 stöðvar með mótorbátum með þilfari og flugelda- stöðvum, og 2 stöðvar með björgunar- skútum, sem hafa fullkominn seglaútbún- að ásamt fullkomnum vélaútbúnaði.. Þess- ir björgunarbátar eru útbúnir með þráð- lausum loftskeytaútbúnaði, bæði sendi- og móttökutækjum. Hafa byssur til þess að skjóta línum með til hjáþiarþurfandi skipa. — Nýuppfundið áhald, sem líkur eru til að komi í stað flugeldaáhaldsins, sem nú er alment notað. — Stærð þessara báta er: lengd 62 fet, breidd 18 fet, dýpt 8 fet. Ahöfn 4 menn. Tekjur félagsins eru árstillög meðlima, tillög æfifélaga, er greiðast eitt skifti fyrir öll, samskot og gjafir, dálítill skattur sem lagður er á skip sem ferma og afferma vörur í sænskum höfnum, og af frjálsum vilja vilja greiða hannn. í árslok 1924 var meðlimatala Sænska björgunarfélagsins 4882, þar al' 166 æfi- félagar og 43 útlendingar. Danmörk. Eitt allra átakanlegasta slysið, sem kom- ið hefir fyrir á jótsku ströndinni, var það, þegar ensku herskipin „Defence", og „St. George“ strönduðu við Sönder Nissum 24. des. 1811. Drukknuðu þá 1337 manns, en aðeins 13 varð bjargað. Meðal þeirra, sem voru sjónarvottar að þessu slysi var dreng- ur, sem hét Claudi, er síðar varð lands- kunnur maður, sérstaklega fyrir starfsemi hans í þarfir björgunarmálanna í Dán- mörku. Bæði þetta hræðilega slys og ýms fleiri, sem hann var sjónarvottur að,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.