Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1926, Blaðsíða 12
104 ÆGIR framleiðendur héldu fiskinum í miklu hærra verði og æði löngu áður en nokkur þeirra hafði selt nokkuð af framleiðslu sinni. Þetta varð að miklu leyti til þess að „gefa tóninn" hér á markaðnum, að því er ísl. fisk snertir, og upp úr því varð leið- in greið niður á við og botninum jafnvel ekki náð enn. Bilbao: Um mánaðamótin apríl-maí voru birgðir þar taldar vera á að giska 2300 smál. Þó skal þess getið, að tvennum sög- um fer um það, hvort birgðirnar hafi ver- ið þetta miklar, og héldu sumir kunnug- ir menn því fram, að birgðirnar mundu vera jafnvel alt að 000 smál. minni en þessi áætlun segir til, þ. e. áætlun konsúlatsins í Bilhao. Ég hefi farið eftir þeirri áætlun, en taldi þó rétt að geta þess í einu af sím- skeytum mínum, að birgðirnar væru tald- ar af sumum mun minni en það, sem til- greint var, og er ég heldur á þeirri skoð- un, að sú áætlun hafi verið réttari. Inn- flutningur í mánuðinum var frekar siná- vægilegur af ísl. og færeyskuin fiski, nál. 200 smál. og af norskum nýjum fiski rúm- lega 300 smál., eða samtals kringum 560 smál. Ef nú um mánaðamótin hirgðirnar eru kringum 1000 smál. alls, að meðtöld- um norska fiskinum. Ef áætlun konsúlats- ins um birgðir i byrjun mánaðarins hefðu nú verið réttar, hefði salan í mánuðinum eftir því átt að nema um 1900 smál., en það hygg ég tæplega að geti verið rétt, því sal- an er af öllum talin hafa verið með dauf- ara móti. Ef lægri áætlunin hinsvegar hefir verið rétt, hefði salan átt að vera um 12— 1300 sinál. og þykir hér það alt sennilegra. Talsvert mikið af þessum fiski, sem seld- ist í mánuðinum mun hafa verið fiskur, sem sumpart var orðinn skemdur („jarð- sleginn“), og sumpart lá undir skemdum og hefir hann vafalaust verið seldur fyr- ir mjög lágt verð. Allan maímánuð fór verðið sílækkandi. í byrjun mánaðarins var verðið, einsog sjá má af símskeytunum, kringum 89—90 pes. fyrir bestu tegundir, en Iækkaði jafnt og þétt eftir þvi, sem á mánuðinn leið, og er nú um mánaðamótin komið niður í 78 pes, fyrir gamlan isl. og færeyskan fisk. Nýr norskur fiskur, sem þangað hefir komið í máðuðinum, er aftur á móti seldur fyrir 83 pes. Eins og sjá má af þessu, er verðlagið i Bilbao rúml. 20% lægra en Barcelona, þ. e. verðið er þar ýfið lægra pr. 50 kg. en það er hér pr. 40 kg„ og er það miðað við fisk af „standard" stærð og bestu tegund á báð- um stöðunum, þvi um nokkurt fast verð á fiski af lakari tegundunum er alls ekki að ræða: Birgðirnar af gömlum fiski í Bil- bao eru tiltölulega (miðað við meðalþarfir markaðsins) miklu minni en hér, og ekki von á viðbót sem nokkri nemi, svo ekki get- ur þar verið að leita ástæðunnar til þessa mikla verðmunar, sem er og hefir verið alla þessa síðustu mánuði. En sannleikur- inn er sá, að markaðurinn þar 'hefir ver- ið afskaplega órólegur, og hafa menn kepst um að hjóða niður fiskinn, bara til þess að koma honum út, en við það hafa kaup- endurnir frekar dregið sig í hlé, og verðið þvi hrapað óeðlilega ört og mikið. Þessi ó- róleiki á markaðnum á ekki, eða ekki ein- göngu að minsta kosti, rót sína að rekja til kringumstæðna, sem fiskversluninni við- koina, heldur koma þar til ástæður, fjár- hagslegir örðugleikar og tap á öðrum svið- um, sem síðan hafa haft sínar verkanir á fiskmarkaðinn. Nú upp á síðkastið hefir fiskverðið svo að segja algerlega mótast af framboðunum frá Noregi. Nýr Söndmöre-fiskur nr. 2 hef- ir til skams tima verið boðinn út fyrir 58 pes. cif., eða sem svarar um 83 pes. frá heildsala til smásala, ef reiknaður er 5 pes. hagnaður pr. 50 kg. Lofoten nr. 2 hef- ir verið boðinn fyrir alt niður í 54 pes., eða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.