Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1926, Qupperneq 19

Ægir - 01.08.1926, Qupperneq 19
ÆGIR 159 kílóið á hverri tegund. Þar við bætist svo afarmikill beitukostnaður hjá þeim, er eigi öfluðu sér skelfisks sjálfir. Þrátt fyrir þetta góðfiski mun hæsti hlutur eigi meiri en 500 kr. yfir vorvertíð- ina. Allur þorri báta hefir um 300 króna hlut. Örfáir hafa náð upp að 700 krónum. Eg gat þess í skýrslu um harðfiskverzl- un i síðasta hlaði Ægis, að Halldór B. Halldórsson hér í bænum hefði gert tilraun með hertan (ráskertan) ufsa til útflutn- ings hér í vor, og skal nú skýrt frá þessu með nokkrum orðum. Halldór var ytra í síldarerindum í vet- ur, og sá þá í Sundsvall hertan ufsa, er kej'ptur var frá Noregi og sem mikið er neytt af i Svíþjóð, einkum norðanverðri. Hugkvæmdist honum þvi að gera tilraun með harðufsa i vor. Fékk hann síðan 1000 ufsa af togaranum Hávarði ísfirðing héð- an úr bænum í mai, flatti þá og hengdi í hjalla að norskuin sið. Eins og nærri má geta urðu uppfesturnar ærið dýrar, þar sem þeim var slegið uppp úr nýju timbri. Segir Halldór mér að þær hafi kostað nær 300 krónur. Ufsinn var full-þur og sendur til Ber- gen í lok júní. Hefir Halldór nú nýlega fengið skilagrein frá kaupandanum, er var fiskkaupmaður í Bergen. Nálega öll sendingin reyndist 1. fl. fiskur, og fékst fvrir hana 15 kr. fyrir búntið (20 kg.), en nokkuð á 12 kr. og örlítið á 7 kr. Alls fékst fyrir fisksendinguna 635 kr. 25 au. (brúttó). Kaupandinn segir meðal annars í bréfi: ,,að ufsinn hafi verið mjög að óskum“ og „að eftir þessa tilraun sýni það sig, að ekkert sé því til fyrirstöðu að íslending- ar geti framleitt 1. flokks ráskerðing (rotskjær). Þessi tilraun Halldórs má teljast mjög góðra gjalda verð. Er með henni, þótt litil sé, staðfest, að hér má takast að verka á- gætan harðfisk til útflutnings. Verkunar- kostnaðurinn liggur aðallega í uppfestun- um, eins og vitað er. Uppfesturnar eru dýrari en ég ætlaði i skýrslu minni í síðasta blaði, en að öðru leyti fæst öllu meira verð fyrir ufsann, en ég gerði ráð fyrir það (brúttó). En nú má ætla að sæmilegar uppfestur endist lengi. Verður kostnaðurinn við þær alls eigi ægilegur, ef gera mætti ráð fyrir að þær entust t. d. í 10 ár með litlu viðhaldi. Þá nálgast verkunarkostnaðurinn það, sem ég henti á í skýrslu minni, og ætti ekki að fara fram úr 35—40 kr. á 1000 fiska. Annars er að svo stöddu eigi unt að fullyrða neitt í því efni, og verður reynslan að skera úr þessu, en ætla mætti að við meiri reynslu inætti haga þessu mun ódýrar en við fyrstu tilraunir. Væri einkar æskilegt að þeir, er kynnu að fást við verkun á harðfiski til útflutn- ings, sendu Fiskifélaginu sem greinileg- astar skýrslur um verkunarkostnað, verð og umsögn hinna erlendu kaupenda um gæði harðfisksins, svo menn hefðu sein ábj'ggilegastar skýringar við að styðjast á fyrsta áfanganum i harðfiskverkun- inni. ísafirði, 10. ágúst 1926. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Lægstu tilboð er fram komu um smíði á hinu nýja skipi Eimskipafjelagsins. kr. dansk. Seebeck Bremen, Unterweser .. 1.210.000 Howalt Kiel, Deutsche Werke . . 1.259.000 Kiel, Deutsche Werke.............. 1.222.000 Helsingör, með tima 10 mán. .. 1.030.000 Aalborg, með tíma 14 mán........ 1.065.000 Flydedokken, með tima 9 mán. .. 1.050.000 Nakskov........................... 1.450.000 Flydedokken smíðar skipið.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.