Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 8
172 ÆGI R ir, að það sé almenna álit, að landhelgin nái það langt út frá landi sem fallbyssa dragi frá skotvirki á ströndinni, eða frá varðskipi, sem liggur við akkeri rétt við land. Fallbyssur segir hann að dragi ekki 4 sjómílur. Hann varar verslunarfélagið \ið að leggja löghald á erlend skip, sem veiði eða versli nær ströndinni, en ákvæði þess fyrirskipi og álítur þau séu í rétt- sínum í 2—3 sjómílna fjarlægð frá strönd- ihni. Vegna efa Stampes og frumvarpi Ogiers, skipar svo konungur fyrir 16. inaí 1766 „að engin skip, hvort heldur innlend eða útlend, að undanteknum verslunarfélags- skipunum hafi aðgang að höfnum lands- ins eða ströndum þess. Þau sem brjóti það bann verði tekin og gjörð upptæk.“ (Lovsamling for Island III., bls. 541). Hin tvö frönsku skip, sem áður eru nefnd voru látin laus. I lagaboðinu frá 16. maí, var hvergi tek- ið fram, hve langt út landhelgin átti að ná, þessvegna skrifaði verslunarfélagið i'yrst „Rentukammerinu“ og síðar 29. apríl 1767, „Oversekretær", greifa Otto Thott, til þess að fávitneskju um hve víð landhelgi við ísland eigi að vera. Þessu bréfi svaraði greifi Thott svo, að athuga- vert væri að banna erlendum mönnum veiðar á hafinu og í 4 sjómílna fjarlægð frá laridi. (Lovsamling for Island III., bls. 592). Frekara svar fékkst ekki. Árið 1774 var freigáta send til íslands og var þar foringi kapteinn Bille. Átti hann að gæta landhelginnar. Fyrirskipanir hans ákváðu landhelgislínuna 3 sjómilur frá landi. Iíapteinn Bille aðvaraði erlenda fiski- menn, að þeir ekki veiddu á fjörðum, inni á höfnum eða við strendur landsins inn- an þriggja mílna takmarksins, en takmark það vildu þeir virða að vettugi, en skuld- hundu sig aðeins til að halda sér frá fjörð- unum. Eins og sést af áður skráðu, var enginn efi á hvert takmark landhelginnar væri eða ætti að vera fyr en árið 1836, að maður nokkur gjörði fyrirspurn til „Rentu- kammersins“ um, hversu langt frá landi erlend (ensk) skip mættu vera að veið- um. Svarið var: erlendum skipum er leyfi- legt að veiða við strendur íslands, en ekki nær en eina sjómílu frá landi, en um leið hannað að veiða á fjörðum inni, eða á höfnum og 1859 var þessi ákvörðun stað- fest. Síðar gjörði Danmörk samning við Stóra Bretland 24. júní 1901 og þá um leið fyrir Færeyjar og ísland, um, að land- helgislína fyrir fiskiskip skyldi vera sú, sem Norðursjávar-Conventionin ákvað ár- ið 1882 (3 sjómílur). Norðmenn og Svíar neituðu að fara eftir þessu, þar sem þeir lögðu annan skilning i, hvað. landhelgi ætti að ná langt út, en Conventionin á- kvað, og hefur þriggja sjómílna takmark- ið aldrei komist á í Noregi til þessa. Þetta, sem á undan er skráð, er þýtt úr bók, sem heitir „Kongens Strömme, Historiske og Folkeretslige Undersögelser Angaaende Sjöterritoriet, av Arnold Ræstad“ Kristiania 1912. Sýnir það ljóst hve mikill ruglingur og misskilningur hef- ur verið á takmarki því á sjónum, sem við nefnum landhelgislínu, sem fvrir mörg lönd Norðurálfunnar loks var ákveðin í Hague 1881. Voru þar mættir fulltrúar fyr- ir England, Frakkland, Belgíu, Holland, Danmörk, Svíþjóð, Noreg og þýsku stjórn- ina. Fundur þessi var í raun réttri ekki haldinn til jjess að vernda fiskinn sjálfan frá rányrkju, heldur til að vernda fiski- menn lwern fyrir öðrum, með öðrum orð- um, að koma skipulagi á landhelgisgæslu í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.