Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 13
ÆGIR 177 Vörðurnar. Vörður þær, sem við höfum látið reisa i sumar eru með sérstökum merkjaröndum og toppmyndum, og efst i þeim er skápur, þar sem afgreiðslur skipa geta sett ljósker þá myrkt er. Hafa menn lokið lofsorði á vörður þessar. Hafa þær áður verið reistar í Ólafsvik og víðar. Vitabáturinn. — Hann hefir reynst ágætlega. Hefir hann verið í gangi síðan um miðjan apríl. En svo að þér sjáið hve mikið hann hefir að gera, skal eg geta þess, að hann er ekki líkt því búinn enn, og hefir þó nærfelt alt- af verið í ferðnm fyrir vitana. Mest hafa merkin á söndunum í Skaftafellssýlu tafið hann. Nú er hann fyrir vestan og er Bene- dikt Jónsson verkfræðingur með honum til þess að ganga frá vitunum. ísland vantar enn vitakerfi og vitalög. — Hverjar framkvæmdir eru áætlaðar á næstu árum? Er eigi ákveðið skipulag um vitamálin? — Nei. Hér eru ekki til nein vitalög, eins og t. d. brúalög. — Fyrir þinginu 1917 lá fyrir frv. frá sjávarútvegsnefnd um vita- smíð og vitakerfi. Þá þótti það ekki nógu vel undir búið. Var svo málið sent Fiskifé- laginu og víðar fór það, en lyktir nrðu þær, að frv. var felt í efri deild Alþ. 1922, þrátt fyrir það, að brúalögin höfðu verið sam- þykt áður, og eru þau þó bygð á sama grund- velli. Þess vegna get eg ekki sagt neitt um framtiðina. En mér hefir altaf virst réttast, að vitagjaldið gengi einvörðungu til vitanna og að það ætti að láta nægja til rekstrar- kostnaðar og framkvæmda. En svo hefir ekki verið. — Það sýnist hart, að mismun á vitagjaldi af skipum, og því, sem varið er til vitamála, sé varið til barnaskóla og ann- ars. — Hver er mismunurinn í vitagjaldi og og því sem veitt er til vitamála? — í ár eru veittar frekar 176 þúsundir til vitamála, en þar af eru 50 þús. ætlaðar til nýbvgginga. En árið 1924 náði vitagjaldið 320 þús. Á næsta ári eða 1927, er fjárveit- ing til vitamála 308 þús. kr„ en þar af eru 170 þús. kr. til nýbygginga, aðallega til Dyr- hólaeyjarvitans, en 10 þús. kr. eru ætlaðar til uppsetningar nýrra leiðarljósa. Næstur framkvæmdir. Það sem aðallega kallar að í næstu fram- tíð, er að reisa stóra vita á Horni, Tjörnesi, Rauðagnúp, Glettinganesi og svo landtöku- vita á Seley eystra. Auk þess vantar ótelj- andi innsiglingarvita, leiðarljós, hljóðdufl og duflmerki. Hér er aðeins eitt hljóðdufl og er það á grynningunum utan við Akurey. Svo þarf að endurbæta og stækka eldri vit- ana og mynda radíókerfið er eg mintist á áður. Reynsla annara þjóða bendir til þess, að vitakerfi muni seint verða fullkomið. Alt- af verður að bæta við og endurnýja. í Nor- egi, sem er landa fremst í þessu efni, voru 1648 vitar árið 1925. Á árinu áður höfðu bæst við 19 nýir vitar. Á þessu ári bætast við 15 nýir vitar. Hér á landi eru 80 vitar, og flestir smá- ir og eru þar með taldir allir hafnarvitar og leiðarljós. Fyrsti vitinn, sem hér var reistur var Reykjanesvitinn. Á honum var kveikt í fyrsta skifti. 1. des. 1878. En svo liðu 20 ár að engir nýir vitar voru reistir. Árið 1897 kom nokkur skriður á vitamálin og var þá byrjað á vitunum frá Reykjanesi. Árið 1908 voru reistir tveir vit- ar, annar á Siglunesi, hinn á Dalatanga, og síðan hafa verið reistir fleiri og færri vitar á hverju ári. Vitamálastjórnin hefir líka umsjón með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.