Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 9
ÆGIR 173 Norðursjónum. Eftir miklar umræður á fundinum, var samþykkt, að landhelgin skuli ná 3 sjómílur frá landi, reiknað frá stórstreymisfjöruborði. Árið 1901 er samn- ingur gjörður milli Dana og Englendinga uin landhelgislínu Færeyja og íslands — og er hún þar ákveðin 3 sjómílur frá landi, reiknað frá stórstreymis fjöruborði, og þannig stendur nú. Eg hefi tvisvar ritað um það í „Morg- Unblaðinu" fyrir nokkrum mánuðum, að vart mundi veita af að athuga, hvort eigi væri þess kostur, að fá aftur fjögra sjó- mílna takmark það, sem einusinni var á- kveðið hér við land, en svo virðist sem öll- um þyki það gott og blessað sem nú er, þar sem enginn hefur látið til sin heyra um þetta atriði. Það er nú komið svo, að við fleiri mun vera að eiga um mál þetta en Breta eina, því nú eru margar þjóðir að veiðum hér og þær auka sífelt flota sinn og munu hera eitthvað úr býtum, því annars mundu þær vart gjöra það. Fjölgi skipum að mun frá því sem nú er, virðist enn meiri ástæða til að fjarlægja landhelgislínuna. Astæður margra eru bághornar, sem vænta má þegar dýrtíð heldur áfram og verð á því, sem úr sjónum fæst, hefur fallið svo, að mestu aflamennirnir liafa varla fyrir útgerðarkostnaði. Fáist Spánverjar ekki til að hækka verð a saltfiski, eða komi ekki einhver atvik fyrir þá, að þeir verði að gjöra það, þá verður alt að breytast hér til þess að tog- urum og jafnvel mótorbátum verði hald- ið úti, svo hagnaður sé af. Færi svo að ekki væri kleift að halda þeim úti nema blá vertíðina á næstu árum, þá er útlit ískyggi- legt og almenningur við sjávarsiðuna þyldi það ekki. Veiðiskip með seglum einum eru e^ki til, að undanteknum mjög fáum smá- fleytum. Séu horfur slíkar, verður eitthvað að líta fram í tímann. íslendingar voru fyrir 20—30 árum af- hrags fiskimenn á þilskipum (skútum), en því miður eru engin slík skip til, sem boð- leg eru lil þeirrar greinar fiskiveiðanna. Þegar þau hurfu héðan, hvarf um leið sjó- mennska eða sú list, að komast ferða sinna vélalaust á hafinu og ná þar í björg. Þeim, sem með völd fara eða er trúað fyrir að gjöra ráðstafanir, þegar örðugir tímar eru bersýnilegir, ættu að gjöra sér ljóst eitt og annað er til gagns mætti verða. Eitt af því, sem hér á landi virðist muni þurfa, fari vinnuleysi við sjávarsíðuna vax- andi, eru seglskip. Mætli setja í þau smávél- ar til hjálpar í logni, en alls ekki frekar; láta segl hafa fyrir öllu þegar vindur er. Sæmileg skip munu ekki lengur til á Eng- landi, en á Frakklandi eru til góðar skonn- ortur, sem íslendingar þekkja frá fornu og nýju og er kunnugt um, að hafa fært heim til sín drjúgan afla héðan. Gengi frankans er lágt og yrðu þær vart mjög dýrar. Á þeim geta staðið við línu 25—30 menn. Kostur við þær væri einnig sá, að þær yrðu skólaskip, þeim mætti sigla milli landa ef svo bæri undir eftir vörum eða með farma, en þess her að geta, að færi svo, að mönn- um dytti í hug að eignast slík skip, þá verð- ur að senda héðan skipasmið, sem kann að rannsaka, hvorkt maðkur eða „fýr“ (svampur) er i skrokk, áður kaup fara fram og ekki taka á inóti öðrum eins görm- um og þeim, sem hingað eru komnir frá Noregi. Það kostar lítið að skrifa til Frakklands og gjöra fyrirspurn um skip og verð, líta síðan á það, að svo margir eru nú þegar komnir í þennan bæ, að þótt allir togarar væru á veiðum mestan hluta árs, þá er fjöldi sem vantar skiprúm, ekki síst ef út- gerðafélög komast að þeirri niðurstöðu, að ofmargir menn séu á togurunum islensku.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.