Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ISLANDS. 19. árg. Reykjavik, September 1926. Nr. 9. Nýj ungar í ísl. fiskifræði. Stjórn Samyinnu-fiskirannsóknanna hef- ir í sumar gefið út eitt hefti af skýrslum sínum (Rapports et Procés-verbaux des Réunions), og er það skýrsla frá prófessor Johs Schmidt um rannsóknirnar á „Norð- vestur-svæðinu“ (The North-Western Area) árin 1924 og 25, en próf. Schmidt er for- maður nefndar þeirrar, er stjórnar þeim rannsóknum og sjórinn umhverfis ísland telst undir það svæði. Auk almennrar skýrslu um rannsóknar- starfið þessi ár og aðalútkomuna af því, eru í heftinu 7 ritgerðir (á ensku) flestar eftir danska höfunda, þar af ein um rannsókn- irnar við Grænland 1925, eftir Ad. S. Jen- sen prófessor, ein um flyðruna við ísland (On the Halihut in Icelandic Waters) eft- ir mag. P. Jespersen, ein um rannsóknir á ísl. síld 1924 og 25 (Investigation on Ice- landic Herrings in 1924 and 1925) eftir Dr. A. C. Johansen, ein um tíðleika þorskseiða við N- og A-strönd íslands um langt skeið (The Frequency of Young Cod etc. on the North and East Coast of Iceland . .. .) eftir próf. Schmidt; ein er bráðabirgða skýrsla um íslenska ýsu (Preliminary Report on Iceland Haddock) eftir Mr. Harold Thomp- son (Skota) og loks ein um íslenskan skar- kola (Contributions of the Life-History of the Ieelandic Plaice) eftir Mag. Vedel Tá- ning. Mag. Jespersen skýrir frá rannsóknum á smálúðu, veiddri í Faxaflóa, á „Thor“ 1908—09, á „Dönu“ 1924—25 og á „Explo- rer“ 1925; er hún inestöll 10—15 cm. löng og veturgömul til fjögurra vetra; er það eink- um eftirtektarvert, að fiskur á sama aldri er að jafnaði mun stærri (lengri og þyngri) árin 1924-25 en 1908-09; 1908—09 er þre- vetri fiskurinn yl'irgnæfandi, 1924 tvævetri, en 1925 aftur þrevetri fiskurinn. Við sam- anburð á aflanum í og fyrir utan landhelgi sýnir það sig (sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu), að tala fiska í landhelgi hefir verið 18,2, utan landhelgis 9,7, á tog- tima eða nærri tvöfalt fleiri í en fyrir ut- an landhelgi og að þyngd yfir þrefalt meiri (5,58 kg. í, 1,75 kg. utan). Stærðarmunur enginn í og fyrir utan landhelgi. Allur vet- urgamli fiskurinn er tekinn fyrir utan land- helgi. — Fæðan er aðallega smá krabbadýr og sandsíli; tvævetrungarnir lifa mest á krabbadýum, fervetrungarnir á sandsíli. Telur Dr. Schmidt smálúðuna verða fyrir þungum og ískyggilegum búsyfjum af hálfu botnvörpuveiðanna i Flóanum, sem hann telur (eins og Hka má) mikla gróðrarstöð heilagfiskisins. Dr. Johansen skýrir frá rannsóknum á síld af Selvogsbanka (veidd 15./2.—20./4.), frá Fuglaskerjum (v. 14./9.), frá Kögri (v. 6./9.), af Skagafirði (v. 22./7.) og úr Eyjafjarðarál (v. 12./9.). Það er í fyrsta sinni, að höf. hefir haft velgejmida vetrar- vertíðarsíld frá suðurströndinni, þ. e.: vor- gotsíld, til rannsóknar og staðfesti sú rann- sókn það sem hann hafði áður fundið, að þessi síld væri nákvæmlega sama síldarkyn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.