Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 16
180 ÆGIR það reyndar í sama stað niður, og um leið og takmörk eru sett fyrir útsöluverðinu eða smásöluverðinu, er heildsöluverðinu sjálf- sköpuð takmörk. Það mun nœrri sanni, þegar tillit er tekið til alls kostnaðar, húsaleigu, fólkshalds, áhættu o. s. frv., að smásölunuin nægi þá ekki mikið minni á- lagning en 20 pes. pr. 40 kg., og hámark heildsöluverðsins er þá þar með gefið. Frá því er þessi nýja niðurfærsla var gerð, þ. e. júlí, hefir þá líka heildsöluverð- ið verið þetta, kringum 66—68 pes. hæst, fyrir nýjan fisk, en upp i ca. 56—60 pes. fyrir gamlan, og þaðan af minna fyrir lak- ari tegundir. Bilbao: Um mánaðamótin júní—júlí voru birgðir þar taldar kringum 750 smál., þar af ca. 500 smál. af íslenskum og fær- eyskum fiski, en ca. 250 af norskum. Inn- flutningur i júlímánuði mun hafa verið þar kringum 1700 smál. af íslenskum og færeyskum fiski, og ca. 1100 smál. af norsk- um. En nú um mánaðamótin síðustu var svo að segja ekkert til af fiski þar, og var alls talið að þar mundi vera ca. 250 smál., og sala i mánuðinum hefir þvi numið ca. 3200 smál. Mikið af þessum fiski, sem hér er tal- inn íslenskur og færeyskur, mun þó hafa verið færeyskur, enda hafa verið gerð mikil kaup á fiski frá Færeyjum, og samn- ingar um enn meira. Er sagt að eitt firma hafi gert samning um kaup á ca. 3000 smálestum. Upp á síðkastið hefir salan á markaðn- um verið heldur í rénun, og stafar það mest af því, að fiskurinn þolir ekki vel flutning inn í landið uin þessar mundir, vegna hitans, og er varla búist við, að yfir því lifni aftur fyr en komið er fram í septembermánuð. Eftirspurnin eftir norskum fiski hefir farið heldur minkandi seinni part mánað- arins. C.i.f.-verðið, sem þeir Norðmenn- irnir hafa heimtað, hefir verið ca. 56 pes. pr. 50 kg„ að því er sagt er, en það sam- svarar með þvi gengi sem hefir verið und- anfarnar vikur, ca. 35/— og er það ámóta verð, og sagt er að Færeyjafiskurinn hafi verið keyptur fyrir. En Færeyjafiskurinn er tekinn fram yfir þann norska — og reyndar líka fram yfir islenskan fisk — þegar verðið á honum er svona lágt, lítið eitt hærra, eða ef til vill alt að því jafn lágt og á norska fiskinum, og talsvert lægra en heimtað er fyrir íslenskan fisk, þá hefir það orðið til þess, að kaupendur hafa aðallega snúið sér að því að kaupa færeyska fiskinn, og það virðist þvi hafa farið svo í þetta sinn, að hann hafi orðið oss enn verri þrándur i götu en norski fiskurinn. Markaðsverðið hefir líka farið ýfið lækk- andi eftir því sem á mánuðinn leið, og eftir að þessi ódýri Færeyjafiskur fór að berast þangað. íslenskur fiskur var framan af mánuðinum seldur fyrir alt að því 80 pes. pr. 50 kg„ og norkur upp í 78 og 80, en verðið fór að lækka seinni part mánaðar- ins, og var þá ísl. fiskur seldur fyrir ca. 78 pes. hæst, en norskur á ca. 75. Færeyjafisk- urinn, sem kominn var, mun hafa verið seldur á 74—75 pes„ og er hætt við að sá íslenski fiskur, sem þar er nú eða verður á næstunni, verði að seljast með sama verði. Sagt er að enn muni vera óseldar ca. 4000 smál. eða meira af Færeyjafiski, og meðan honum er óráðstafað, eða ef hann verður seldur fyrir sama lága verðið og hinn, sem húið er að ráðstafa, virðist lítil von til þess, að verð geti hækkað á íslensk- uin fiski fyrst um sinn. Valencia: Eftir fréttum, sem þaðan hafa komið, hefir salan gengið þar skaplega í júlimánuði. Enginn, eða sama sem eng- inn Labradorfiskur er þar nú eftir, en eingöngu íslenskur fyrra árs fiskur. Birgð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.