Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.1926, Blaðsíða 23
ÆGIR 187 ir og starfsamir. Þeir munu flestir eiga ætt- ir að rekja til sveitamanna austur, að öðru- hvoru kynferði. A thugagrein. Af 60 ára reynslu er aðgætt, að fíöð hafi orðið mest um og eptir veturnætur, veður mest um jól fram yfir miðjan vetur af land- og hafsuðri til útsuðurs, en vestan- og út- norðanáttir hafa verið skæðastar sjófarend- um í Höfnum. Klettur er framan Hafnaberg, laus við land, má fara milli hans og þess, stendur optast upp úr um flóð, og því ekki sérlega hættulegur. Víða eru hoðar með landi, en ekki sérleg rif eða útgrynni. Röstin fyrir Reykjanesi liggur til vesturs frá nesinu til Eldeyjar; hálfa viku sjávar frá því er svo mikið misdýpi, að á skipslengd er 14 og lika 40 faðma djúp, og er það hraunhrygg- ur þverhníptur að norðan, en flatur suður af. Viku sjávar frá landi verður sandalda um 50 faðma djúp, en botnast ekki þá norður eða suður af ber; sandalda þessi breikkar því meira sem fram eptir dregur og ætla menn hún nái framt að Eldey. Skammt frá henni, hér um bil 80 faðma, er 40 faðma djúp landsmegin, en grynnra að vestan. Opt er straumur svo mikill í röst- inni, þó veður sé gott, að ekki gengur á fallið, þótt siglt sé og róið af mesta kappi. Aðfall er þar venjulega meira en útfall; stundum ber til, að þar [er] ekki skiplæg- ur sjór, þó annarsstaðar sé ládeyða. Vest- an- og sunnanáttir eru þar beztar, þá hæg- ar eru, en austanáttir hættulegastar, því að sækja er á einn Iandsodda í austur, en haf á allar síður, en straumar opt óviðráðan- legir. Ekki hefur þar skip farizt svo menn viti8), en erfitt er að sækja þangað; mörg hefur þaðan máltíð fengizt; það er um 4 vikna sjóarlengd þangað frá Kirkjuvogi. Þetta er þá sú upplýsing, er er get í stuttu máli meðdeilt yður, prestur minn góður, í því áður umtalaða og bið eg yður auðmjúk- lega vel að virða, en skyldi þar þurfa nokkru við að bæta, vildi eg að því leyti geta sýnt viljann, en hið auðmjúklega leið- réttingar á missmíðinni og yfirsjónum.“ Erlendar fiskveiðar. Veiðar Canadamanna í júlí 1926. Veiði af sjávarfiskum í Canada (aust- ur- og vesturströnd) var alls í júlí 134.- 432.100 pund, virt á 3.994.376 dollara, á inóts við 102.976.200 pund, virt á 3.334.341 dollara í sama mánuði í fyrra. Atlantshafsströndin. Þar varð veiðin alls af þorski, ýsu, kol- múla og lýr í júlímánuði 47.618.700 pund, móts við 47.199.800 pund í júlí 1925. Það veiddist minna af þorski og kolmúla en nálega helmingi meira af ýsu og lýr, en í júlímánuði 1925. Síldveiðin í júlí, varð 12.105.900 pund á móts við 6.868.800 pund í sama mánuði í fyrra. Kyrrahafsströndin. Al' heilagfiski öfluðust 3.632.200 pund í júlí, móts við 3.536.100 pund í sama mánuði í fyrra. Laxveiðin varð í júlí 3.632.200 pund inóts við 3.536.100 pund í júlí 1925. Einn fiskimaður druknaði við Kyrra- hafsströndina. 8) 1>. e. í Reykjanesröst.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.