Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 10
108 ÆGIR Kngin lýsing hefir koniið á lienni, svo ekki er hægt að segja uin hve slór hún er. En eftir því, sem dæmt verðu um af myndinni, virðist hún að öllu leyti hin vandaðasta. Þessi minningartafla her vott um rækt- arsemi og vingjarnleik Englendinga. Þeir vilja óefað sýna með minningartöflunni, að þeir hafa tekið þátt í kjörum þeirra, sem urðu fyrir ástvina- og aðstandendamissi með tapi togarans, og að þeim er ant um, að minning hinna föllnu vaskleikamanna lifi og munist. Vítavert hirðuleysi. Um síðustu helgi voru noltkrir bátar á suðurleið hingað frá síldveiðunum við Siglufjörð í sumar og töfðust sökum veð- urs og urðu að leita til ýínsra staða, aðal- lega kringum Breiðafjörð, og urðu þar veð- urteftir nokkra daga. Þetta er í sjálfu sér ekkert söguefni held- ur daglegur viðburður, sem iðulega kemur fyrir að smáskip verða að leyta hafnar vegna veðurs, en það er annað í þessu sam- bandi sem elcki er hægt að láta óátalið, að skipshafnir á þessurn skipum, og er hér að- allega átt við formennina, hafa ekki svo mikla hugsun að þeir láti skipseigendur, eða fjölskyldur sinar vita um dvalarstað sinn, því í landi þar sem árlega fara 60— 100 manns í sjóinn af okkar fá- mennu sjómannastétt, þá hefði þeim mátt detta í hug að fjölskyldur þeirra mundu verða hræddar um, að eitthvað væri að þeim, þar sem þeir létu ekkert frá sér heyra. Enda var það svo, fjölskyldur þessara manna, eigendur skipanna og ýmsir aðrir gálu ekki trúað því að alt væri með feldu þegar ckkert heyrðist af svo mörgum skip- um, voru því margir af þeim sem sneru sér til Stjórnarráðsins uin að fá aðstoð til að leita að þessum töpuðum bátum. Stjórnarráðið varð vel við og sendi „Þór“ til að leita að bátunum, jafnframt því sem það sendi tilkynningu um það til hinna varðskipanna. Eftir töluverða leit kemur það loksins upp, að allir þeir bátar, sem verið er að leita að, liggja á öruggum höfnum, og sumir þar sem sirni er við hendina, en aðrir hafa haft samband við pláss þar sem simi var, án þess að láta heyra nokkuð frá sér. Þetta er ekki í fyrsta skifti sem það hef- ir komið fyrir, að skip hafa verið send til að leita að bátum, sem legið hafa á örugg- um höfnum, þar sem þeim var hægt að senda til símastöðvar til að láta vi.ta af sér, en gerðu það ekki. Eins og það er sjálfsögð skylda að hregð- ast vel við og verða mönnum og bátum til aðstoðar þegar þess er þörf, þá mega menn ekki misbrúka það, því komi slikt oft fyrir verður það ef til vill til þess að seinna verð- ur viðbrugðið, þegar virkilega þarf hjálp- ar við, að minsta kosti þegar þeir menn eiga í hlut, sem hafa gert sig seka í vanrækslu eins og hér ræðir um, en auðvitað vill engin verða þess valdandi. Aulc þess sem það hefir rnikinn kostnað í för með sér í kolaeyðslu og fleiru, að senda skip oft til að leita að bátum, og tefur skip- in auk þess frá sínum aðalstörfum, þá dregur það þar að auki úr áhuga manua og notum þeim, sem af leitinni mætti oft verða. Stjórnarráðið hefir altaf brugðist vel við þegar að æskt hefir verið eftir aðstoð þess til að leita að töpuðum bátum, og fiski- skipin, einkum togararnir hafa altaf brugð- ist drengilega við þegar aðstoðar þeirra hef- ir verið leitað og það er ekki sjaldan, og sumir hafa jafnvel óbeðið lialdið sig úti á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.