Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 15
ægiu 203 til hugar að sigla beitivind, enda eigi gott með því skipalagi, er þá tíðkaðist. Menn gátu því eigi sótt fiskinn að mun til djúpa, enn fiskurinn varð að ganga á grunn upp, ætti menn alment að geta náð honum. Sjó- fólki fjölgaði i Gullbringusýslu, svo sem sagt hefir verið, en fjölgun jiessi kom af tómthúsmanna lýð þeim, sem flyktist að sjónum, fleyttist þar oflast á lítt nýtum tveggjamannaförum, sem þeir jió áttu enga spítu í, en hrundu niður af hungri eða fóru um landið á vergangi, er í ári harðnaði. Einn hinn nýtasti maður landsins, Magnús Stephensen, harmar mjög þá óhamingju, sem landinu standi af þurrabúðafólki. Seg- ir hann í eftirmælum 18. aldar, að þurra- lniðafólk sé önnur aðalorsök til fátæktar og háginda í mörgum sveitum sunnanlands og vestan. Fer hann í einum stað um þurra- húðalífið svo feldum orðum, að það sc: „sú sanna uppsprelta til iðjuleysis og óráð- vendni hjá mörgum, til lausamensku, ó- mensku, vinnuhjúaskorts, kostavendni og þvermóðsku, sem víða bjóða byrginn og keppast að flykkjast pörnm saman í þurra- húðanna hægð, til að geta þar börn á ann- ara skaut, enn undir eins geta eyðileggjandi stofn til afkomenda, er aldrei læra að vinna sér ærlegt brauð og fæstir annað enn ilt eitt“. Þó þessi orð kunni að þykja hörð, höfðu þau þó því miður við ofmikil rök að styðjast. Það var vissulega óbjargvænlegt á- stand, að árið 1770, þegar 200 jarðir lágu í eyði í Gullbringusýslu voru 80 menn með hyski sínu í þurrabúðum aðeins í Alftaness og Seltjarnarness hreppum. Þó þeir yrði fleiri að tðlunni, að minsta kosti við Faxaflóa, sem sjóinn sóttu á 18. öldinni, enn áður hafði verið, þá hnignaði þó fremur mörgum dugnaðaratburðum í sjómensku. Skip voru áður stærst undir Jökli og á Suðnrnesjum, og fækkuðu stóru skipin að mun á báðum þeim stöðum á seinni lilula 18. aldar, einkum eftir að net tóku að tíðkast við Faxaflóa; þyrptust þá sjómenn þangað lir öðrum veiðistöðum, því að það þótti hægast og jafnvel uppgripa mest, að stunda netin. Þá fækkaði það og hinum stærri skipunum, að á harðinda árunum, sem voru svo tíð á 18. öldinni, dó sjávar- fólk einatt unnvörpum, svo að örðugt var fyrir margan að manna annað en báta. Ár- ið 1785 fæddust t. d. í Kjalarnesþingi 79 börn, en sama ár dóu þar 911 manns, mest af hallæri. Þetta ár dóu og í Ingjaldshóls- og Fróðársóknum vestra 183 menn af 400, og má geta nærri, hvílíkir hnekkir slíkt hef- ir verið. Þingsvitni, sem tekið var við Búð- ir (1. des 1787), vottar það: „að yfir alt væri þá helmingi færri skij) í veiðistöðum en að fornu, t. d. við Hellna nú um 20; Dritvík í ár 13 bátar, til forna um og yfir 60“. Auð- vitað er, að sjávarútvegur jókst fljótt, er í ári lét, en alt bendir á, að undir lok 18. aldarinnar var sjávarútvegurinn eins og aðrir atvinnuvegir landsins í hinni mestu niðurníðslu. Þá fækkuðu og einatt mann- skaðaveður sjómönnum tilfinnanlega á þessari öld. Árið 1752 urðu 15 skiptapar; 1757, 11; næsta ár fórust 12 skip og 9 af þeim á Suðurnesjum með 44 mönnum; 1767 fórust i sjó 80 manns á tveiin dögum um vetrarvertíð; 1795 urðu 13 skipskaðar, og liið siðásta ár aldarinnar druknuðu yfir 60 manns í sjó, og vil eg nú með fáum orðuin skýra lítið eitt frá því, hvernig aflast hafi á öldinni. Frá 1700 til 1705 var fisklítið; kvað mest að því hin fyrstu 2 árin. Hið fyrra árið er þess getið, að þá hafi hallæri mikið verið um land alt ,enn mest dáið af búðafólki; „átu þá margir margskonar óæti“. 1701 var svo mikið fisklevsi um land alt, að menn ínuiidu eigi slíkt. Bóndinn i Njarðvík átti þá 30 hluti, en fékk í þá alla 306 fiska. Frá 1706—1713 voru góðir hlutir, einkum 1706; var þá meira en lestarhlutur hjá sumum syðra og vestra, og aflinn svo mikill á sum-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.