Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 25

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 25
Æ G I R 213 Samtök íslenskra útgerðar- manna. Nokkrir togaraeigendur mynda sam tök um fisksöluna. Það scni af er þessu ári, hefir verð á verkuðum saltfiski stöðugt farið lækkardi, bæði hér heima og' eins í neyslulöndunum, cn útgerðarkostnaður var að mestu leyti sá sami og árið á undan. Fyrstu farmarnir af þessa árs fram- leiðslu voru seldir fyrir 120 kr. skpd., en sökum samtakaleysis, bæði frá framleiðend- um og fiskikaupmönnum, — sem margir eru aðeins umboðsmenn erlendra fiskikaup- manna, —• var lítið gert til að halda verð- inu stöðugu, svo að mikið af þeim fiski, sem búið er að selja á þessu ári hefir verið seldur langt undir frainleiðslukostnaði. Nokkrir af stærri fiskframleiðendum hér hafa því ekki viljað selja framleiðslu sina með þessu verði, og eiga hana því að mestu leyti óselda ennþá. Aftur á móti eru flestir smærri framleið- endur búnir að selja mestalla sína fram- leiðslu og hafa undirboðið hvern annan lil að losna við hana af ótta við, að verðið mundi fara enn jni lengra niður, enda hafa sumir af útlendu fiskikaupmönnunum hér verið ósparir á að ala á þéirri kenningu, enda er það þeirra hagur, að fiskverðið fari sem lengst niður, svo að þeir geti undir- hoðið keppinauta sína í neyslulöndunum. Þegar auðséð var, að verðið ætlaði ekki að hækka, en birgðirnar voru ekki meiri hér heima, en þurfti til að fullnægja mark- aðinum þangað til ný framleiðsla kæini á markaðinn í maí, eða júní næsta ár, þá bundust þeir menn samtökum, sem áttu eftir óseldan fisk hér sunnanlands um að selja hann í sameiningu, og fcjrða þannig frekari samkepni, scm alt gekk í áttina nið- ur á við. A fjölmennum fundi togaraeigenda, sem haldin var í Reykjavík 28. okt., var sam- þvkt að byndast samtökum um sölu á öll- uin stórfiski og millifiski, sem þeir áttu eftir óseldan, og var h. f. Kveldúlfur falið að annast söluna, ásamt fjögra manna stjórn, sem kosin var á fundinum og í eru framkvæindarstjórarnir, Jón Ólafsson, Jes Zimsen, Magnús Blöndahl og ólafur Gislasoii- í síðasta töluhlaði „Ægis“ var því spáð, að l'iskverðið hlyti að fara að hækka, enda hefir líka sú orðið reynslan, þó að ísl. fram- leiðendur hafi ekki enn þá orðið þeirrar hækkunar aðnjótandi, því til skamms tíma hefir fiskur verið seldur hér innan- lands fyrir 110—112 kr. skpd. af hestu teg- und, og' jiað jafnvel eftir að frétt var hing- að heim um verðhækkunina á Spáni. Um miðjan sept. var verðið í Barcelona fvrir hestu tegundir 64 pes. pr. kvintal, en 29. okt. er það komið upp í 74 pes. Þessi verðhækkun samsvarar i ísl. krónum 27— 28 krónur á skpd. í Bilbao var verðið 73 pes. þann 1. okt., en þann 29. s. m. er það komið upp í 88 pes. Þetta samsvarar ca. 33 króna hækkun á skpd.; að vísu er þetta ekki raun- veruleg hækkun, því á sama tíma hala fragtir hækkað töluvert, en þrátt fyrir það er hér um allverulega hækkun að ræða. Enn sem komið er, ná þessi samtök ekki nema til nokkra fiskframleiðenda við Faxa- l'lóa, en telja má vist að ísfirðingar og 'Nrestmanneyjingar, sem enn eiga eftir töluvert óselt af fiski muni ganga inn í jiessi samtök. K. B. Dýpi sjávarins. Hið japanska eftirlitsskip „Mansh“ hefur fundið hið mesta dýpi, sem menn til þessa hafa þekkt. Um 154 sjómílur suðaustur af Tokio var 32,636 feta dýpi, eða 6Vs ensk. míla, frá yfirborði sjávar til hotns.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.