Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 13
ÆGIR 201 Afli í Norðursjó 1907—1923. Það cr stundum sagt, fullum fetum, bæði i riti og ræðu, að fiskur sé mjög genginn til þurðar í Norðursjó, og meira eða minna greinilega gefið í skyn, að það sé botn- vörpuveiðunum að kenna og eins muni l'ara hér við land. Þetta er æði mikið orð- um aukið, eins og sjá má af tölum þeim, sem hér fylgja, en þær eru teknar úr hin- um merku aflaskýrslum Bulletin stati- stique des Péches maritimes des pays du Nord de l’Europe, sem gefnar eru út ár- lega af stjórn samvinnu-fiskirannsókn- anna. Hér eru aðeins greindir 3 merkustu fiskarnir sérstaklega, en síldin ekki (síld- veiðarnar í Norðursjó eru aðallega rek- netaveiðar, og virðist alls ekki fara aftur og svo allur afli í einu lagi, alt talið í heilum smál. (þús. kg.): Þorskur Ýsa Skarkoli Allur afli 1907 .. 70,068 183,960 51,992 1,123,286 1908 .. 77,020 160,317 47,465 1,039,087 1909 .. 94,036 137,426 49,039 1,048,514 1910 .. 94,735 123,118 48,096 1,114,661 1911 .. 98,148 136,541 51,603 1,167,905 1912 .. 106,862 127,626 52,272 1,171,234 1913 .. 106,128 95,709 49,909 1,277,317 1914 .. 132,380 95,102 42,550 924,623 1915 .. 87,664 111,730 27,862 595,205 1916 .. 66,980 88,612 25,361 525,554 1917 .. 48,633 69,727 25,138 501,822 1918 .. 53,752 103,856 40,316 567,850 1919 .. 91,036 204,580 50,354 1,114,839 1920 .. 128,519 210,012 54,535 1,193,881 1921 .. 117,757 171,291 44,413 930,404 1922 .. 108,480 165,330 49,856 943,204 1923 .. 71,023 124,129 42,703 956,027 Hér sjást afleiðingar stríðsins greinilega: lítill afli árin 1915—1918, en mikill árin næstu á eftir, einkuin 1920—1922, vegna friðunar þeirra, er stríðið hafði í för með sér. Skýrslurnar fyrir 1924 og 1925 eru ekki komnar lit enn, svo að ekki er unt að segja, hvernig afli hefir verið þau árin, en víst er það, að skarkolaafli var óvenjumikill við Jótland síðara árið. Annars benda skýrslurnar á, að þorskafli standi í stað, ýsu- og skarkolaaflinn minki, og allur afli sömuleiðis, en þó ekki stórkostlega, hvað upphæð snertir, enda þótt hann kunni að bafa minkað meira á skip eða mann; en um það hefi eg engar skýrslur. Til við- bótar má geta þess, að síldaraflinn var 629,528 smál. 1909, en 956,077 smál. 1923. ' Til samanburðar við afla í Norðursjó, skal greint frá afla hér við land þau árin, sem skýrslur eru fyrir, þ. e.: 1909—1922 (skýrslán um vorar eigin veiðar fyrir 1923 er ókomin enn) og því er Island ekki tekið með það ár í Bull Stat. Annars er aflinn sagður þessi, talinn eins og áður: Þorskur Ýsa Skarkoli Allur afli 1908 .. 124,964 31,186 6,747 ? 1909 .. 115,501 28,534 5,523 193,579 1910 .. 133,609 30,304 4,933 212,619 1911 .. 152,876 31,850 5,552 227,554 1912 .. 154,976 28,662 6,733 232,160 1913 .. 174,979 26,975 5,565 266,805 1914 .. 173,937 20,687 4,005 ? 1915 .. 136,099 20,771 2,506 ? 1916 .. 112,187 11,634 303 ? 1917 .. 86,520 10,149 41 ? 1918 .. 103,092 9,893 202 ? 1919 .. 156,733 35,022 6,803 236,000 1920 .. 210,748 52,973 10,368 331,367 1921 . 219,367 37,411 6,014 314,627 1922 . 279,004 45,629 5,827 425,487 Hér sjást líka afleiðingar striðsins: lítið aflað árin 1916—1918, mikið árin á eftir einkum liltölulega af ýsu og kola, en sá afli rénar að nokkuru eftir 1920, þar sem þorsk- aflinn fer vaxandi. B. Sæm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.