Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 22

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 22
210 ÆGIR líklega eillhvað kringum 20.0 smál., svo ]>að mun láta nærri, að innflutningur niuni alls hafa verið kringum 2150 smál. En með þeim birgðum, sem fyrir lágu, verða það þá alls ca. 2400 smál., sem á markaðnum hafa verið í ágústmánuði. Nú um mánaða- mótin síðustu er áætlað, að birgðirnar séu kringum 1000 smál. alls (1400 af íslensk- uin og færeyskum fiski, og 200 af norsk- um), og hefir salan eftir því numið ca. 800 smál. Eins og sjá má af þessu, hefir afsetningin verið afardauf, eftir því sem þar gerist. Stafar þetta vafalaust mestmegnis af hit- unum, eins og getið er um í síðustu skýrslu minni, og því, að illmögulegt er að koma íiskinum frá sér upp í sveitirnar, en þang- að fer meginparturinn af þeim fiski, sem fluttur er á land í Bilbao. Verðið hefir mikið staðið í stað allan mánuðinn, og hefir gangverðið verið kring- um 74 pes., þó eitthvað kunni að hafa ver- ið selt fyrir hærra verð. Það sem þar ræð- ur verðinu er hinn'ódýri Færeyjafiskur, sem minst er á í síðustu skýrslu minni. Sá fiskur mun hafa verið keyptur fyrir mjög lágt verð, eins og áður er getið um, og einmitt á þeim tíma, þegar gengi peseta var sem liæst. Það verð, sem hann er nú seldur fyrir á markaðnum (ca. 74 pes.) svarar með núverandi gengi til tæpl. 34/ cif. Er því óhæg samkeppnin, eins og gef- ur að skilja, fyrir þá sein keypt hafa ís- lenskan fisk talsvert miklu hærra verði en þetta, og er skiljanlegt, að menn séu tregir á að gera ný kaup, meðan svona steridur. Norskur fiskur hefir lítið borist að upp á síðkastið. \rerðið sem Norðmenn hafa haldið í, er 56 pes. cif., að því er sagt er, en það svarar nú til 35/ cif. Þetta er eins og sjá máj ýfið hærra verð en það, sem færeyskur fiskur er seldur fyrir á mark- aðnum, og þar sem Færeyjafiskurinri er auk þess útgengilegri þar en sá norski, þá er það skiljanlegt, að ekki verði af við- skiftum. Talsverð brögð hafa verið á því í ár, að maur hafi komist í fiskinn. Gildir þetta að vísu sérstaklega við gamla fisk- inn, en auk þess hefir þó talsvert borið á Jiessu um nýjan fisk, aðallega þann fær- eyska, en líka íslenskan, að því er sagt er, þó það sé ekki eins mikið. Nokkuð kann þetta að eiga þátt í því, að fiskurinn er seldur svona ódýrt, og ráðlegra þykir að koma honum út sem fyrst, þó fvrir minna verð sé, af ótta við að maurinn ágerisf. Valencia: Salan kvað liafa verið þar all- sæmileg undanfarið, og mun nú ekki vera orðið mikið eftir af fyrra árs fiskinum. En verðið hefir verið áframhaldandi lágt, Hkt og verið hefir, eða kringum 54—56 pes., að því er sagt er. Enginn nýr fiskur er enn kominn þangað frá Labrador, en mun ver^ á leiðinni fyrstu farmarnir, en ókunnugt er mér um hvort það er fiskur sendur í umboðssölu, eða seldur fast, og þá fyrir hvert verð. En eftir þeim fregnum, sem borist hafa þaðan að vestan, hafa afla- brögðin til skanuns tíma verið mjög lé- leg, og mætti því búast við, að eitthvað kunni að lifna yfir verðinu fyrir nýjan fisk, hæði frá íslandi og frá Labrador. Þegar þetta er skrifað, er sag't að nýr fiskur is- lenskur sé seldur í Valencia á 64 pes. Genova: Eftirspurn hefir verið talsvert mikil þar upp á síðkastið, og munu birgðir af Labrador style vera þar frekar smávægi- legar, og sömuleiðis af fullþurkuðum fiski. Verðið hefir líka farið ýfið hækkandi, og er nú þegar þetta er skrifað, komið upp í 340 líra fyrir fyrra árs Labrador style, eða sem svarar 23/3 cif., með núverandi gengi. Á sama tíma er nýr Labrador style seldur á 420 líra, sem samsvarar rúmlega 29/ cif.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.