Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 20
208 ÆGIR Skýrsla um fiskimarkaðinn í ágúst 1926. Barcelona 14. sept. 1926. Eins og getið er um í síðustu skýrslu minni, mun eg nú framvegis fá frá mat- vælanefndinni hér í borg skýrslu um þær birgðir af fiski, sem hér liggja um liver mánaðamót, samkvæmt framtali fiskeig- enda hér. Það hefir reynst svo, það sem af er, að þessar skýrslur berast mér nokk- uð seint, svo að komið er fram undir miðj- an mánuð, er þær eru til mín komnar. Hinsvegar þykir mér réttara, úr því, sem komið er, að láta ekki mánaðarskýrslur minar frá mér fara án þess að þar sé um leið getið um, hverjar hafi verið raunveru- legar birgðir hér í lok mánaðarins næsta á undan, og geta þannig fært í lag þær ágisk- anir, sem annars verður að gera. Upplýs- ingar frá matvælanefndinni bárust mér að þessu sinni ekki fyr en í dag, því hefir nú enn orðið dráttur áþessari mánaðarskýrslu. Barcelona: Eins og getið er um í síðustu skýrslu minni voru fiskbirgðirnar hér í lok júlímánaðar, samkvæmt tilkynningu matvælanefndarinnar, 1,220 smál. Inn- flutnirigur liingað til horgarinnar mun í á- gústmánuði hafa numið ca. 1,650 smál., þar af ca 230 smál. frá Færeyjum, en alt hitt nýr fiskur frá íslandi. Eftir ágiskunum mínrfm, hygðuin á því, sem mér er frekast kunnugt um sölur á fiski, í mánuðinum hér á markaðnum, hefðu birgðir nú um síðustu mánaðamót átt að vera kringum 1200 smál., þar af eitthvað nálægt 400 smál. af fyrra árs fiski. En samkvæmt framtali malvæla- nefndarinnar, sem mér harst í dag, hafa hirgðirnar 1. þ. mán. aðeins verið 818 smál., eða h. u. h. 400 smál. minna en það sem eg liafði ætlað á. Til samanburðar má geta þess, að í tilkynningu konsúlsins hér til utanríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn, dags. 30. ág., er talið að birgðirnar muni á sama tíma nema ca. 1700 smál., eða ca. 900 smál. meiri en skýrsla matvælanefnd- arinnar segir til um. Samt munu áætlanir konsúlatsins vera bygðar á ágiskunum eða kalkulationum einhverra fiskilcaupmanna, eða umboðsmanna hér, og er þessa getið hér til að sýna hversu afarörðugt það er, að komast nærri sanni með slíkum ágisk- unum, sein hingað til hefir orðið að við- hafa. Af fyrra árs fiskinum mun nú vera mjög lítið orðið eftir. Ef hann er virkilega talinn með í þessu ofannefnda framtali, þessúm 818 smák, þá hygg eg að óhætt sé að full- yrða, að þar af geti ekki verið meira en milli 200 og 300 gmál. af gömlum fiski. Gangandi út frá því, að skýrsla matvæla- nefndarinnar sé rétt, hefði ni'i salan í á- gústmánuði átt að nema rúml. 2000 smál. Er það æði miklu meira en eg hafði gert ráð fyrir, því yfirleitt hefir eftirspurn ver- ið talin frekar með daufara móti í mánuð- inum, og hefir því verið kent um, að tómat- uppskeran hafi verið í lakara lagi, en það hefir eins og kunnugt er, altaf áhrif á fisk- neysluna. En ef rétt eru framtaldar birgð- irnar, þá hefir neyslan samt sem áður ver- ið í góðu meðallagi, eða vel það. Yerðið hefir lialdist nokkurnveginn stöð- ugt mestallan mánuðinn, kringum 64—66 pes. að jafnaði, og þaðan af lægra fyrir 2. fl. fisk, en ef til vill lítið eitt hærra fyrir minni partí af úrvalsfiski. Nokkuð hefir fyrra árs fiskurinn, sem enn liggur fyrir, skemt fyrir sölunni á nýja fiskinum, sér- staldega á nr. 2 fiski. Þessi gamli fiskur hefir verið seldur fyrir ýmislegt verð, all- ar götur niður í 40 pes., og jafnvel enn lægra, að sagt er fyrir lakasta fiskinn. En þegar verðmunurinn er orðinn þetla mikill á gömlum fiski og nýjum 2. fl. fiski, um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.