Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 26

Ægir - 01.10.1926, Blaðsíða 26
214 Æ G I It Jarðskjálftar á Reykjanesi. Klukkan 1V2 aðfaranótt mánudags hins 25. október, byrjaði jarðskjálfti hinn mesti, sem menn á siðari árum vita til á Reykja- nesi. Þegar vitavörður var á ferð síðast, sem getið er á öðrum stað í blaðinu, kvaðst hann hafa talið saman á hve mörgum sólarhring- um kippir hafi orðið, síðan hann hyrjaði að skrifa í dagbók vitans, eða frá 1. ágúst, að byrjað var að kveikja, til 11. október, og Voru þeir 40, en nóttin á milli 24.—25. október mun sú versta, sem hann hefir lif- að eftir því, sem hann sagði í símtali 25./10. Svo tíðir og liarðir voru kippirnir, að ekkert lál var á, en voru þó heldur í rén- un kl. 11 f. h. um daginn. Alt lék á reiði- skjálfi, og svo mikið hrakaði í ibúðarhús- inu, að ekki heyrðist mannamál. Eldavél- in hentist fram á gólf, og ofnar, leirtau alt og gluggarúður er brotið. Reykháfurinn sprakk. Gólfið i húsinu var þakið kalki, se- menti og glerbrotum. Vitaverði, ásarnt aðstoðarmanni, tókst að haldast við í vitanum til kl 2% um nótt- ina. Gengu yfir þá þann tíma kvikasilfurs- og steinolíu-gusur, og tókst þeim ekki að koma kvikasilfrinu aftur upp í vitaskálina, svo að vitinn slokknaði. Vitaturninn er sprunginn um þvert 4 stikur frá jörðu. Mánudaginn 25. var vitavörður að revna að lagfæra ýmislegt, sem raskast hafði í vit- anum og voru harðir kippir allan þann dag, en lengra milli þeirra. Engin hjálp var honnm send í þessum miklu örðugleik- um og hcfði þnð þó verið mannúðarvcrk, cf 1—2 mcnn hcfðu verið scndir suður, þótt ckki licfði vcrið iil annars cn skemtunar. Hvernig konu og börnum hcfir liðið má fara nœrri um. Settur vitamálastjóri l'ór suður á miðvikudagsmorgun, til þess að laga eitthvað við ljósin. Nóttina milli 25. og 26. logaði ekki á vitanum, og sendi loft- skeytastöðin hér aðvörun um það. Jarð- rask og' breyting á hverum hefir víða orðið á Reykjanesinu. Eftir þessum fréttum, má búast við öllu illu, því víða uin heim hafa jarðskjálftar verið á þessu ári, og hafa fremur farið í vöxt en rénað, eins og sést af blöðunum. Flestum mun það Ijóst, hver hætta getur stafað af fyrir sjófarendur, ef vitar loga ekki á þeim tíma, sem auglýstur er. Til ýmsra skipa má senda þær fréttir, að viti logi ekki, en svo eru skip, sem ekki hafa tæki til að ná í þær fréttir, og auk þess virðist það ekki hættulaust að vera við vinnu í sprungnum vita, sem er 25 metra hár — á jarðskjálftasvæði eins og Reykja- nes er. Skeyti frá fiskifulltrúanum á Spáni. Barcelona 2ö. sept.: Birgðir kringum 1200 smálestir, þar af 200 smál. færeyskur fiskur; verð 60—66 pes. Bilbao: Síðustu vikulok birgðir 1600 smál. ísl. og færeyskur, 350 smálestir norsk- ur; verð 67—74 pes. Barcelona 1. okt.: Birgðir ágiskað 11— 1200 smálestir. Verð óbreytt. Sala sæmileg. Bilbáo: Birgðir: isl. og færeyskur 1600 smál., norskur 250 smál. Verð upp í 73 pes. Sala heldur örari. Italíumarkaður fastari Barcelona 8. okt.: Birgðir kringum 1200 smál. Verð óbreytt. Billmo: Birgðir 1300 smál. ísl. fær- eyskur, 150 smál. norskur. Verð óbrevtt. Valencia: Labradorstyle, verð 64 pes. Labrador 66—70 pes. Gcnova: Labradrostyle -100 líra, sala góð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.