Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1926, Page 5

Ægir - 01.11.1926, Page 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 19. árg. Reykjavik, Nóvember 1926. Nr. II. Skólaskip. Það eru liðin 12 ár, síðan límaritið „Æg- ir“ mintist á skólaskip. Síðan hefir margt skeð og litill tími hefir verið til að hugsa irekar um það mál. Ungir menn hafa haft atvinnu á sjónum á togurum og mótorbát- um og átt lítinn kost á að fara með segl og annað, sem hvarvetna er talið hið fyrsta atriði sjómenskunnar. Eimskipin hafa sigr- að seglskipin í samkeppni á hafinu og eru Hest hin stóru skip, sem fræg voru fyrir 20 —30 árum, annað hvort höggin upp, eða lát- 111 liíígja á höfnum sem geymsluskip (hulk) °g sum þeirra hafa farist með öllu. Enn eru þó nokkur eftir og eru þau flest ensk. Bretar eiga þó aðeins fá, en bæði hafa Ameríku- menn keypt hin stóru bresku skip og svo einnig Norðinenn, Svíar og Finnar, og halda þeim úti til langferða, Ástralíu, Indlands, Vesturströnd Ameriku og viðar. Langflest stórskip eiga Amerikumenn („The Alaska Packers) og í flota þeirra eru nafntoguð skip, fyrir siglingu og hraðar ferðir. Norð- menn, Svíar og Finnar eiga einnig ágæt göm- ld skip og er nú siður orðinn meðal þeirra bjóða, að manna skip þessi að mestu með l|nglingum og drengjum. Sama er að segja l'm Þjóðverja, sem enn smíða griðarstór seglskip og hafa trú á þeim, þeir hafa marga drengi á seglskipum sínum og sleppa þeim eigi fyr en þeir eru fullgildir hásetar. Hið frakkneska seglskip „Richelieu" kom til Liverpool í fyrra og var þess getið í enskum blöðum, að það væri hið fegursta skip, sem til Liverpool hefði komið í langan tíma og, að á því hefði að mestu leyti verið drengir. Stærsta seglskip í heimi er nú „Kóben- havn“ eign og skólaskip Dana. (Austur-Asíu- fclagsins). Engar af áðurtöldum þjóðum trúa á það, að vfirmenn skipa alist einvörðungu upp á vjelskipum, og reyna því að sameina þarfar ferðir seglskipa og uppeldi ungra manna á þeim. Árið 1914 var hér mikið rætt um skóla- skip, en það lognaðist út af; svo var farið að selja héðan seglskip og herti það ekki á framkvæmduin — og máske engu tapað við það, þar sem að öllum líkindum hefði ekk- ert verið fyrir það að gjöra, ineðan á heims- styrjöldinni stóð. Eftir stríð, alt fram til þessa, hefði því vart verið sinnt, þar sem hugur manna varð ávalt fráhverfari segl- um og seglskipum og þau álitin húmbug, nema af þeim fáu, sem unnu sig upp á þeim og urðu það, sem þeir eru vegna þeirra, en trú á þau og vinnu fiskimanna á þeim var horfin, í það minnsta sunnanlands. Togarar og mótorbátar áttu að vinna að öllum afla- feng og hafa gjört það vel. Sem stendur er útlit slæmt hvað fiskiveið- ar snertir, þar sem útgerðin er kostnaðar- meiri en fiskverðið getur borið og snertir það alla þjóðina, verði eigi auðið að gera út togara og mótorháta af þeirri ástæðu. Vonandi fer þó aldrei svo, að skipin verði ekki gerð út á vertíð, en leggi þau þegar upp

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.