Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1926, Side 23

Ægir - 01.11.1926, Side 23
ÆGIR 235 skoðun á bátum verður ekki komist, eigi að vátryggja skipshöfnina. Reykjavík 29. nóv. 192(5. Sv. E. Mannalát. Aðfaranótt 21. október andaðist kaup- maður Egill Jakobsen hér í bæ. Hinn 3. nóvember andaðist að heimiii sínu hér í bæ, kaupmaður Vilhjálmur Þor- valdsson frá Akranesi. 20. nóvember fjell maður út af „Lagar- foss“ á rúmsjó og drukknaði. Hét hann Ingólfur Einarsson, ungur maður, háseti á skipinu. Veiðar Canadamanna í ágúst 1926. Á austur- og vesturströnd Canada er afli alls í ágúst, 162,456,000 pund af sjávarfisk- um, virt á 3,774,981 dollara, móts við 123,- 985,700 pund, sem virt voru á 3,171,738 doll- ara, í ágúst 1925. Atlantshafsströndin. Alls hefir afiast af þorski, ýsu, kolmúla og lýr i þessum mánuði 51,634,400 pund, móts við 45,214,300 pund i ágústmánuði í fyrra. Af sild aflaðist 13,847,200 pund, móts við 13,999,100 pund i ágúst i fyrra. Kyrrahafsströndin. Lúðuaflinn varð þar 3,540,400 pund og oi' það lítið eitt minna en i ágúst í fyrra er aflinn nam 4,199,100 pundum. Laxveiðar eru meiri í þessum mánuði en i ágúst í fyrra. Af lax veiddist nú 49,834,100 þund, en í sama mánuði i fyrra 43,671,800 pund. Við Atlantshafsströndina druknaði einn fiskimaður i ágúst. Veiðar Canadamanna í september 1926. AIls varð veiðin í þessum mánuði við Canadastrendur (austur- og vesturströnd) 166,170,800 pund, virt á 3,942,557 dollara, móts við 153,603,500 pund, sem virt voru á 3,724,133 dollara í september i fyrra. Eft- ir fréttum er veiðin að aukast, bæði af þorski, ýsu, kolmúla, lúðu, sild og sardín- um. Atlantshafsströndin. Þar varð aflinn als í þessum mánuði, af þorski, ýsu, kolmúla og lýr 92,208,500 pund á móts við 69,275,400 pund í sama mánuði 1925. Þorskveiðin hefir aukist að mun rtg er hún nú 2,466,200 pund; stafar það einkum af þvi, að Lunenborgar fiski- skipin eru nýkomin heim og hafa aflað á- gætlega. Helmingi meiri ýsa hefir veiðst en í sept- ember í fyrra. Er veiðin nú 5,110,500 pund. Sildveiðin varð 13,711,400 pund móts við 9,854,900 pund í september 1925. Kyrrahafsströndin. Lúðuveiðin varð 3,783,500 pund þenn- an mánuð, móts við 3,373,600 pund i sept- ember í fyrra. Laxveiðin var 13,571,600 pundum minni þennan mánuð en í september í fyrra, er nú 32,084,800 pund móts við þá 45,656,400 pund. Einn fiskimaður druknaði í þessum mán- uði við Kyrrahafsströndina. Kolaverð. Hinn 22. október -kostuðu kol í Kaup- mannahöfn 85 krónur hver smálest og litl- ar birgðir. A þýskalandi var verðið um 70 kr. smálestin. Af þeim kolum brendi eim-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.