Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 6

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 6
140 ÆGIR hve trúlega þeir hafa rækt skyldur sínar og erfitt starf, og hve glögt auga þeir hafa jafnan haft fyrir því, livað félaginu er fyrir bestu. Þá vil ég einnig minnast vors látna vinar, Þórólfs Beck skipstjóra, sem var alt í senn, skyldurækinn skipstjóri, góð- ur maður og afbragðs sjómaður, Allir hafa skipstjórar félagsins verið skyldurælcnir og liið sama gildir um stýrimenn og vélstjóra, já, alla liina ungu íslensku sjómannastétt, sem lief- ir siglt undir íslenskum fána yfir liöf- in og til framandi liafna, og orðið landi sínu og þjóð til sóma. Skrifstofufólkinu, sem átt liefir mik- inn þátt í velgengni félagsins, þakka ég fyrir góða samvinnu við mig, mann af annari þjóð. Og sérstaklega vil ég minn- ast Sigurðar Guðmundssonar skrif- stofustjóra. Við höfum nú unnið sam- an hér á íslandi í 25 ár. Þá vil ég færa hinni íslensku versl- unarstétt, bæði kaupmönnum og kaup- félögum, þakkir fyrir þann skilning, sem liún hefir sýnt á hlutverki Eim- skipafélagsins, með því að senda vörur sínar með skipum þess, eins og allir hefðu tekið saman höndum um það. Þetta hefir verið þungimiðjan í vel- gengni félagsins og undirstaðan að framförum þess. Ríkisstjórn og Alþing vil ég einnig þakka fyrir þann stuðning, sem þau liafa veitt fjelagi voru öll þessi ór. Að lokum vil ég þakka stjórn Eim- skipafélagsins fyrir það traust, sem hún hefir ætíð sýnt mér með því, að láta mig einan ráða starfsemi félagsins. Þetta traust hefir glætt áhuga minn mjög, og jafnframt hefi ég fundið glögt til þeirrar ábyrgðar, sem á mér hvíldi um hag félagsins. Og í þessu sambandi vil ég ekki láta hjá liða að minnast sérstaklega þeirra tveggja stjórnar- manna, sem eru vestanhafs og hins á- gæta vinar félags vors Sveins Björns- sonar, sendiherra í Kaupmannahöfn. Um leið og ég færi þannig stjórn fé- lagsins mínar hjartanlegustu þakkir fyrir góða samvinnu, vil ég geta þess, að stjórnarmennirnir liafa aldrei reynt að hagnýta sér þá stöðu sína sjálfum sér til hagsmuna né þeim stofnunum, sem þeir starfa fyrir, eða eiga hlut- deild í. Og að lokum vil ég óska eftirmanni mínum gæfu og gengis í starfi hans, og að það megi verða Eimskipaféalgi Is- lands, landi og þjóð til blessunar. Þakkaði fundarstjóri. E. Nielsen á- gætt starf i þágu Eimskipafélagsins og óskaði þess, að félagið mætti lengi njóta ávaxtanna af lians starfi. Fund- armenn tóku undir með því að standa upp. Kassasöltun - pækilsöltun. Bréf til Asgríms Péturssonar. Mér þykir leitt, þín vegna, að þér skuli hafa orðið það á að skrifa jafn frámunalega ógætilega og raun er á, um grein þá er ég ritaði i vetur í Ægir um kassasöltun á fiski. Þegar ég var nýlega í Reykjavík og við báðir, þá gáfu þeir ritstjóri Ægis og forseti Fiskifélagsins mér kost á að lesa þessa grein þína og gjöra athuga- semd við hana um leið og hún yrði prentuð í Ægir. Mér skyldist á þeim og jafnvel þér sjálfum, að greinin væri nokkuð þjösnaleg, og það hefur lieldur ekki brugðist. Satt að segja er ég hálf- hissa á, að þeir skyldu ekki benda þér

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.