Ægir - 01.07.1929, Page 16
150
ÆQIR
t
Kaupmaður
Pétur J. Thorstensson.
andaðist að heimili sínu i Hafnarfirði,
laugardaginn 27. júlí s. 1. Jarðarförin
fór fram liinn 5. ágúst og var hann
jarðaður í Reykjavík.
Ægir mun flytja æfiágrip þessa
merkisnianns, hið fyrsta.
ónýt urðu, voru 4 gufuskip og 17 mólor-
skip. Af þessum mótorskipum voru 14
frá Troms, 2 frá Finnmörku, og 1 frá
Nordland, eitt af stærstu selveiðaskip-
um Noregs.
Af spiki fengust alls 1928, 6630 smá-
lestir, auk margs annars, sem á sel-
veiðunum 1928 veitt var og gaf peninga
í aðra hönd. Metið til peninga varð all-
ur afli selveiðaskipa 1928, 4.378.000
króna virði og hefur úthaldið borið sig'
nokkurn veginn þetta ár.
Fiskiveiðar í Canada 1928.
(Samkvæmt skýrslu aðalræðismanns
Dana í Montreal 26. júní 1929).
Samkvæmt nýútkominni fiskiskýrslu
fyrir Canada yfir árið 1928 er það aug-
ljóst, að afkoma fiskiveiðanna liefir
verið allgóð. Útflutningur sjávar og'
ferskvatnsfiska nam 55 miljónum doll-
ara og er það 5,5 miljónum meira en
árið á undan. í sambandi við þetta er
vert að geta þess, að fjármagn það, sem
stendur i skipum og' veiðarfærum í
sambandi við haffiskið, hefir lækkað
um 1.1 milj. dollara og var 1928 25.7
miljónir, aftur á móti hefir fjármagn
það, er stendur í ferskvatnsveiðunum
aukist litilsháttar á árinu (var 5,4 mil-
jónir 1928).
Það er líka eftirtektarvert að tala
skipa þeirra, er veiðarnar stunda 1928
hefir lækkað; þannig hefir botnvörp-
ungum fækkað niður i 11 úr 17 árið
1927, línuveiðagufskipum frá 11 til 9,
seglskipum og mótorskipum úr 1561
niður í 1422, með tilsvarandi lækkun
á fjármagni því, sem stendur í þessum
hluta fiskiflotans.- Aftur á móti hefir
árabátum fjölgað um 300 á árinu og
voru 1928 14877, ennfremur stunduðu
15135 litlir mótorbátar veiðar 1928 en
15944 árið áður. 62782 menn höfðu at-
vinnu af fiskiveiðum og er það 630
manns færra en árið á undan.
Fjármagn það, sem stendur i niður-
suðu og fiskverkunarstöðvum hefir
aukist um 1 miljón og' var 1928 25.5
miljónir. Þó hefir þessum stöðvum
fækkað um 60 á árinu og eru nú 713,
tala stöðva þeirra, er fást við niður-
suðu á humar hefir þannig lækkað úr
438 niður í 376 og lax-niðursuðuverk-
smiðjum fækkað um 81 niður í 66.
Fiskverkunarstöðvum hefir aftur á
móti fjölgað úr 199 í 205. Tala manna
þeirra, sem við verkun fást i landi var
15173 árið 1928 en 16697 árið áður.
Framleiðslan skiftist þannig á milli
hinna einstöku tegunda.
1928 1927
miljónir doll. miljónir doll.
Lax . . 17.9 15.1
Þorskur .... . . 6.3 4.9
Humar . . . . . . 5.2 5.4
Lúða . . 3.7 4.3
Síld . . 3.1 3.4
Sardinur . . . . . 2.6 1.8
Hvítfiskur . . . . 2.2 2.2
Af allri framleiðslunni er markaðs-
verð sjávarfiska 46.6 miljónir 1928, en
41.9 miljónir árið á undan. Verðmæti