Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 19

Ægir - 01.07.1929, Qupperneq 19
ÆGIR 153 Bilbao. Hjer er verðið á íslenska fisk- inum komið ofan i 76—77 peseta, sem segja má að samsvari 33 sh. cifverði, miðað við núverandi gengi pesetans (ca. 33Y2 fyrir 1 £). Portugal. Markaðurinn er þar frekar daufur sem stendur. Hefur Newfound- landfiskurinn lækkað þar i verði frá þvi hann var þar sem dýrastur (55 sh. pr. 60 kg.). Vikugömul frjett segir hann ennþá boðinn þar út fyrir sama verð og jeg símaði síðast. Sama er og að segja um verðið á þeim íslenska og norska. Kringum miðjan júní fóru þær frjett- ir að berast að vorvertíðarveiðin við Newfoundland hefði orðið lítil. Fór fiskverðið þá strax að hækka og hækk- aði ört um tima. Siðustu frjettir (viku- gamlar) frá Porugal segja nú, að frjett- irnar um litla veiði við Newfoundland hafi nú — eins og reyndar oftur — sýnt sig að vera skakkar og því hafi New- foundlandsfiskurinn aftur lækkað i verði. Genoa. Þar er markaðurinn daufur nú, eins og vant er um þennan tíma árs. Heyrt hefi jeg, að norski pressufiskur- inn, sem Gismondi sendi þangað með s.s. Gudrid og jeg hefi skrifað um, geymist illa, en engar sönnur veit jeg á þvi enn þá. Gengið er stöðugt á escudos nfl. 108. 25 fyrir £ stg. og siðasta hálfa mánuð- inn einnig nokkuð stöðugt á pesetan- um, þetta kringum 33VÍ ptas. fyrir £ stg. Virðist pesetinn i bili vera á hækk- unarleið. Selveiðar við Newfoundland. Áætlað er að selveiðaskip frá New- foundlandi, sem verið hafa á veiðum úti í ís og heim sneru seinni hluta aprílmánaðar, munu fá 5% dollar fyrir vætt af spiki og 6 dollara fyrir hvert skinn af ungum sel. Kaupmenn urðu svo áfjáðir er hin fyrstu skinn komu, að þeir gerðu út gufuskipið „Verde“ til þess að safna skinnum á veiðísvæð- inu. Skinn þessi eru höfð í yfirhafnir handa kvenfólki, sem kosta um 150 dollara og eru þau lituð eftir því, sem kaupendur óska. Fyr meir var aðeins hugsað um spik- ið af selnum en nú er það annað meira. Flugvjelar eru notaðar til þess að benda veiðimönnum á hópana. Svo er talið, að dagana 27. og 28. febrúar fæðist flestir selir. — Kven- dýrið velur sér þunna íshellu og mynd- ar vök þar sem hún ætlar að gjóta og heldur henni opinni í frostherkjum marsmánaðar. í vökina stingur það sér og er stundum 4—5 klukkustundir að leita að fæðu og syndir þá margar míl- ur, en vökina finnur það ávalt aftur, færir unga sínum mat og þekkir hann meðal fjölda annara. Selveiðamenn hafa stundum gjört það að gamni sinu að flytja unga, frá einni vök til ann- arar, i fjarveru móðurinnar, en eigi er auðið að gabba hana. Þegar hún sakn- ar ungans, veit hún, að lijer eru svik i tafli, stingur sér þegar og skömmu síð- ar kemur hún upp í vök þeirri, við hverja unginn var látinn. (Úr N. H. T.). Forseti Kr. Bergsson fór norður á land hinn 1. ágúst.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.