Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1929, Side 24

Ægir - 01.07.1929, Side 24
158 ÆGIR synlegir á hvert heimili. Alt þetta upptalda fæst fyrir kr. 9.25 — níu krón- ur tuttugu og fimm aura, — þar i inni- falið áðurneft 14 karat gullúrið; send- ist gegn eftirkröfu frá Weltversandhaus P. Buchbinder Kraukau No. 2H ,Oesterr. Líki safnið ekki, má endursenda það og verður þá andvirði sent aftur, þar af leiðandi engin áhætta“. Hinn 12. júlí kom hið umbeðna og fjekk ég tilkynninguna út í Yiðey og til þess að vera viss um, að vel færi um þessa dýrmætu gripi, fór ég sjálfur til Reykjavíkur og sótti hlutina. Gekk mér stirt að ná i böggulinn eða kassann, með hinum 80 hlutum, því ég bjóst við, að hann fylgdi, en hvernig sem leitað var, kom sú sending ekki fram, og á- setti ég mér að tilkynna það með næsta pósti. Böggullinn, sem ég fjekk innihélt ait, sem auglýst hafði verið og auk þess pappaöskjur er í voru stálpennar af ýmissri gerð og taldi ég það kaupbæti og prísaði í huga mínum hina heiðar- legu sendendur. Síðan fór ég að athuga munina og alt var það skínandi fagurt. Leist mér vel á kaupin og dró þegar upp úrið, sem gekk prýðilega og söng í fjöðrinni. Svo var ákveðið, að við hjónin legð- um á stað í sumarleyfið hinn 14. júli á afmælisdegi forstjórans, Ól. Briems, og tók ég dýrgripina upp um morguninn, vatt upp úrið og setti það rétt, stakk nálinni í hálsbindi mitt, setti demant- hringinn upp, fór siðan út að óska Briem til hamingju með daginn og kveðja hann. Var svo lialdið af stað í besta veðri til Varmadals og farið sjóveg alla leið. Morguninn eftir er ég vaknaði, leit ég á gullúrið, sem ég reiddi mig á og eftir þvi var klukkan 11 og þar sem ég heyrði til fólks i bænum, rauk ég á fætur, því hesta liafði ég beðið um að hafa til taks kl. 9, þar sem við ætluð- um að ríða upp að Tröllafossi og víðar. Þegar ég kom niður, var verið að hita kaffi og klukkan þar 6% f- ú- Eg setti úrið aftur og skrölti vel í þvi, en undarlega kom mér fyrir sjónir, hve dökkleitt það var orðið og sama var að segja um hringinn á fingri mér. Eftir máltíð riðum við af stað, feng- um bærilegt veður fyrri part dags, en húðarrigningu á heimleið. Heim kom- um við kl. 8 eftir minni klulcku en þá var hún 5% á bænum, en nú var fallið svo á úrið og gullkeðjuna, að ég skyldi ekkert í þessu og hélt það kæmi af kol- sýrulofti. Hringurinn var eins og gim- steinninn týndur. Um kveldið er ég háttaði, vatt ég upp úrið og setti það nákvæmlega eftir klukkunni á bænum, fjekk mjer síðan tusku og ætlaði að fága það, en þvi meir sem ég nuddaði, þvi dekkri varð málmurinn. Um nóttina vaknaði ég og leit á úrið; var þá kl. 12.20, en skömmu síðar var komið með kaffi og mér sagt, að klulckan á bænum væri 8, en þá vantaði mína 10 mínútur til að vera eitt. Eg orðlengi þetta ekki. Eftir 3 daga fórum við frá Varmadal, var þá slifsis- nælan i öllum regnbogans litum og gim- steinn dottinn úr. Svo skrifaði ég send- anda um hina 80 nauðsynlegu hluti og vanskil á þeim og kom brátt svar, að þeir hefðu fylgt. Nokkru siðar mundi ég eftir pennaöskjunni og ætlaði að reyna pennana og voru þeir af öllum stærðum og tegundum, en ekki auðið að skrifa með neinum. Eg fór í rælni að telja þá og voru þeir að tölu 80 en affall frá verksmiðjunni.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.