Ægir - 01.07.1929, Síða 25
ÆOIR
159
Áttatíu pennar eru nauðsynlegir á
hvert heimili, þar sem eitthvað þarf að
skrifa, svo auglýsingin laug ekki, en
með þeim pennum, sem ég fjekk, var
eigi auðið að draga til stafs. Eg gat ekki
búist við að fá endurgreiðslu, því þeg-
ar ég opnaði böggulinn, leit innihald
hans út, sem úr gulli væri, en það sem
ég gat sent eftir fáa daga, var alla vega
litur málmur, gimsteinar týndir og
pennum fleygt í bræði.
Auglýsing þessi sást oft í blöðum og
líklega hefi ég ekki verið sá eini, sem
langaði til að ná i gullúrið og skraut-
ið, en hvergi hefi ég séð á prenti,
að óánægja hafi verið vegna hins pant-
aða, en þar sem ég var ekki allskost-
ar ánægður með gripi mína, síst gull-
úrið, ætlaði ég að skrifa verslunarlms-
inu, sem sendi, nokkur vel valin orð
en það dróst. En til þess að vara menn
við og um leið halda svindleríinu á
lofti, minnist ég i dag móttöku sending-
ar minnar, hinn 12. júlí fyrir 17 árum.
Auglýsinguna sá ég síðast i „Sunnan-
fara“ 1. október 1914; var þá stríðið
byrjað og má búast við að salan hafi
hætt, en hver segir hvenær þeir herrar
hyrja aftur og samhryggist jeg þá þeim,
sem gjöra sömu kaup og jeg. Afdrif
úrsins urðu þau, að dag einn gekk ég
suður i Þórsnes og fleygði þvi eins langt
og jeg gat út í Viðeyjarsund.
Ég reyndi að regúlerci það og stilla
i hálfsmánaðar tima, en alt af herti
það á ganginum, og þegar það flýtti
sér um 3 klukkutíma á einum, áleit ég,
að met væri sett og átti ekki meira við
það.
Vel má svo vera, að ekki þyki til-
Iilýðilegt að fara mörgum orðum um
slika smámuni og hér um ræðir, í fiski-
mannariti, en einhver verður að tala
þegar allir aðrir þegja, því við eigum
að forðast, að illa sé farið með okkur,
bæði í viðskiftum og öðru.
Reykjavik 12. júli 1929.
Sveinbjörn Egilson.
Sænsku flugmennirnir.
Hinn 9. júní kom flugvjelin „Sverige“
liingað til lands en varð að setjast við
Skaftárós vegna einlivers ólags í vél.
Dró „óðinn“ (varðskip) liana til Vest-
mannaeyja til viðgerðar og kom hún
liingað kl. 8 að kveldi liins 10, júní.
Ætluðu þeir Ahrenherg að halda áfram
til Grænlands siðar um kveldið og það-
an til Ameríku en úr því varð ekkerl,
þvi vélin var ekki svo að þeir treystu
henni á hinu langa flugi. Var hún siðan
athuguð liér og gjört við eftir föngum.
Nokkrum sinnum lögðu þeir af stað, en
sneru jafnharðan aftur. Að lokurn lcom
ný vél frá útlöndum, sem sett var í og
hinn 10. júlí kl. 1%, lögðu þeir af stað
eftir mánaðardvöl í Rejrkjavík — og
komust til Grænlands hið sama kveld,
en urðu að le'nda á öðrum stað en til-
ætlað var. Síðan hafa þeir átt við
marga örðugleika að striða og dagana
4.—5. ágúst gjöra þeir tilraunir til að
lialda ferðinni áfram — og 6. ágúst lit-
ur svo út að þeir muni helst reyna að
fljúga aftur til Revkjavíkur og þaðan
heim.
Fiskiveiðar í Portugal.
Eins og kunnug't er eru fiskiveiðar
einn af aðalatvinnuvegum Portugal, og
hafa mikla þýðingu fyrir hag ríkisins.
Þar sem viðskifti eru nú að aukast