Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 4
90
ÆGIR
liún að notast til áburðar eða skepnu-
fóðurs og vera kölluð viðeigandi nafni.
Þó er eitt sem henni fylgir alloft i rik-
um mæli. sem ekki mun þykja nauð-
synlegt til fóðurs eða áburðar, en það
er klakinn, sem þó er seldur sem beita
fyrir þorskinn og hefur þar af leiðandi
sína góðu heimild til að komast jafn
hátt í verði og síldin sjálf (fyrir örfáum
árum 80—100 aura kg.).
Annað sem gerir síldina ódrjúga til
beituskurðar, er það, hvað hún oft er
mikið marin og roðlaus; eftir að hafa
verið stundum ílutt tvisvar og jafnvel
þrisvar hafna á milli, og það gersamlega
umbúðalaus og allt annað en vægilega
með hana farið í ýmsum afþeimmörgu
hreyfingum sem þessum færslum l'ylgir.
Par við bætist mjög vond geymsla í
sumum íshúsum hér við Faxatlóa, svo
sem það að shdin er hállþýð slundum,
látin í mannhæðar háa staíla, og þegar
svo er farið að taka hana úr þessum
stötlum altur, er síldin margoftorðin gul
af þráa, kviður og búkur stórskemmdur,
sumpart af því að átan í sildinni þiðn-
ar og morknar þá kviðurinn, og einnig
hefur það sézt, að menn hafa »spígspor-
að« eftir slikum síldarstöflum í tréskó-
stígvélum, þegar þeir hafa verið að reyna
að tína það heillegasta úr síldinni i það
og það skiftið.
Hér skal látið ósagt, hversu miklu nem-
ur skemmd og óþarfur klaki í hverri
tunnu síldar, sem ílult er hingað til Suð-
urlands árlega, það er vitanlega mjög
mismunandi eins og lika flutningurinn
og geymsla hér syðra er mjög misjöfn.
Eg vil þó sýna eitt dæmi af mörgum,
að hjá formanni sem ekki mun krefjast
stærri beituskurðar en áður er áminnst,
160 kg. á 100 lóðir, fóru 400 kg. ásömu
lóðatölu, skifti eftir skifti, nú fyrir 2 ár-
um síðan. Maður þessi er aí öllum, sem
til þekkja reyndur að því að vera sparn-
aðar- og hirðumaður, og veit ég að hann
hefði ekki látið slíka sóun eiga sér stað,
nema að vera beinlínis tilneyddur af
skemmdum síldarinnar; að aukimágeta
þess, að hann átti sjálfur skipið, og varð
því að borga meira en helming af beitu-
kostnaðinum.
Þetta var norðlenzk sild og sögð i á-
gætu ástandi þegar hún fór frá Siglu-
íirði, en var flutt fyrst til Reykjavikur,
þar tekin úr skipi og ílutt til Akraness.
Eigandi sildarinnar var hr. skipstjóri
Sigurður Hallbiarnarson á Akranesi, en
þess vegna get ég nefnt nafn hans, að ég
vil með þvi sanna, að þarna hafi engin
kæruleysiseyðsla átt sér stað frá sjó-
manna hendi.
Eg heíi nú víst farið nógu mörgum
orðum um skemmdir síldarinnar, heti
þó ekki nefnt nærri allar orsakir, sem
verða henni til skemmdar. Fyrir þá sem
enn þurfa að halda áfram að flytja treð-
síld frá Norður- og Vesturlandi, finnst
mér nauðsynlegt að taka upp þann sið,
að setja síldina strax í umbúðir þegar
hún er tekin úr pönnunni, t. d að not-
aðir væru pokar af sömu tegund og eru
hafðir utan um nýtt kjöt; látnar væru
þrjár pönnur í hvern poka, og svoværu
lagðar þunnar ræmur t. d. af venjuleg-
um veggfóðurspappa á milli hverra poka
i hyllum geymsluklefans, svo ekki fr}'su
saman pokarnir. Svona umbúðir þyrftu
ekki að kosta meira en rúma krónu á
tunnu hverja, og mætti þá hætta að
hlusta á þær fullyiðingar sumra íshús-
manna, að þeir verði að frysta svo mik-
ið vatn með síldinni sem bægt er að
lála loða i pönnunni, svo að síldin hald-
ist saman i ílutningnum, eða með öðr-
um orðum sé flutningsfær. Umbúða-
verðið myndi nær því svara sér í þvl
einu, hvað flótlegra væri að fara með