Ægir - 01.04.1932, Qupperneq 7
ÆGIR
93
til að leggja út i samtökin að þessu sinni
með saltaðan fisk, að minnsta kosti, af
ótta við það, að þá inyndu kaupfélögin
— og um aðra er nú orðið ekki að
ræða — synja þeim um hjálp til þess
að koma rekstrinum af stað. En um
samlagssölu á nýjum fiski voru allir ein-
huga, jafnvel þó aðstaðan hefði breyzt,
fyrir innflutningstollinn í Englandi og
söluhömlur i Þýzkalandi. — Hvernig
þessu reiðir af í þetta sinn, er ekki unnt
að segja með nokkurri vissu, en von-
andi kemst þetta fyrirkomulag á, innan
skamms. — Reynzlan af Sölusamlagi
Sunnlendinga og af umboðssölu Sam-
bands ísl. samvinnufélaga siðasta ár, ætti
að færa mönnum heim sanninn þó beizk-
ur sé.
Sé ótti útgerðarmanna, um kröfu kaup-
félaganna til fullkomins umráðaréttar yfir
fiski þeirra, á rökum byggður, og skal
ekkert fullyrt um hvort svo er eða ekki,
eða með hverjum skilyrðum, ef þetta er
raunverulega svo, — þá kemur enn að
því, sem ég hef þráfaldlega minnst á og
niargir mætir menn hafa haldið fram
°g unnið að, að óhjákvæmilegt er, að
sjávarútveginum og þá einkum og sér
i iagi bátaútveginum verði af hálfu rík-
isins séð fyrir hagkvæmum rekstrarlán-
um til skamms tíma, að sett verði á
stofn algerlega sérstæð stofnun til þess-
ara hluta, jen ekki neitt pappirsgagn í
sambandi við Útvegsbankann eða aðrar
lánsstofnanir rikisins. Þetta er sú krafa,
sem allir bátaeigendur heimta með full-
um rétti, þrátt fyrir alla kreppu, eða
réttara sagt fyrir og vegna kreppunnar,
því ekki verður léttara að að ráða bót
a fjárhagsvandræðunum fyrir ríkissjóð,
þegar útgerðin er hrunin í grunn, út-
gerðarmenn og sjómenn með skylduliði
sínu flosnaðir upp og komnir á vonar-
völ, sú stétt landsmanna, sem borið hef-
ur og ber langsamlega mest af byrðum
rikisins. Þetta er svo mikið alvörumál,
að ekki tjáir að þegja það í hel, að fram-
gangi þess verða allir að vinna.
Hér hefur sjósókn verið lítil síðan um
áramót. Að vísu var veðráttan óminni-
lega góð til landsins i febrúar og marz-
mánuði, en til hafsins voru sífeldir vest-
anstormar og svo hefur ís hamlað róðr-
um, þar til nú nýverið, frá Siglufirði, en
í öðrum veiðistöðvum voru nær allir
bátar á landi. Það er því fyrst eftir miðj-
an marz, að nokkuð er farið að stunda
sjó að ráði, og þá aðallega hér um mið-
bik fjórðungsins, einkum Siglufirði og
frá Hrísey, auk þriggja báta héðan af
Akureyri, sem hafa róið af og til i vet-
ur, en selt mest af afla sinum í bæinn.
Nú eru flestir bátar komnir á flot, en
vertíð ekki almennt byrjuð, er þetta er
skrifað. Eg mun síðar gefa skýrslu um
magn útgerðarinnar i hinum ýmsu veiði-
stöðvum umdæmisins. Aðeins 4 vélskip
og 1 línuveiðagufuskip eru farin héðan
af Akureyri til þorskveiða.
Ekkert mun enn afráðið um síldar-
útgerð hér næsta sumar. Vilja menn fyrst
fá fulla vitneskju um, hverja afstöðu
þing og stjórn tekur til þeirrar alvinnu-
greinar, áður en þeir gera endanlegar
ráðstafanir í þeim efnum.
Siðustu tvo mánuðina hef ég heimsókt
nokkrar af veiðistöðvum fjórðungsins og
hef í hyggju að heimsækja hinar aðrar
seinna á vorinu, eftir því sem við verð-
ur komið, vegna skipaferða. Lif í deild-
unum er svipað og að undanförnu, en
eðlilega hafa fjárhagsörðugleikarnir sín
lamandi áhrif þar eins og annarsstaðar,
meðan ekki birtir neitt í lofti yfir út-
gerðinni.
Að líkindum fækkar veiðibátum eitt-
hvað, einum hinumstærri.ásumum stöð-
um, og allur rekstur þeirra verður vafa-