Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1932, Blaðsíða 11
ÆGIR 97 ar í Norðfjörð og Mjóafjörð. Var síldar- magn geysimikið og hélzt að mestu ó- slitið út allt árið. Brugðust menn skjótt við til veiða og hugðu gott til um órang- ur, því að þessi sild var af þeim stærð- um, sem keyptar hafa verið beztu verði i Danmörku undanfarin ár. Veiddu Seyð- firðingar bæði i landnætur og net, en Norðfirðingar í net eingöngu Gekk sildin svo í torfum, að vel mátti snurpa fyrir hana eins og sumarsild. Þetta mun þó litið hafa verið gert. Kom það eigi ó- sjaldan fyrir, að menn náðu ekki upp netum sinum vegna sildarþunga og sagt er mér að sumir hafi tekið það ráð að skera netin í sundur, til þess aðnáþeim inn í bát. Síldarstærðin var mest þannig, að 8—10 og 10—12síldar fóru i hvert kg. Þó veiddist nokkuð á Norðfii ði af slærð- inni 6—8 síldar í kilóið og virtist þetta niest fara eftir möskvastærð netanna. Fitumagnvar oftast 17-18°/o. Þó varsmærri síldín heldur magrari. Dagana 10.—14. desember var lítil veiði á Norðfirði og síldin þá fremur mögur, en 15. og 16. desember voru öll net full og stóð þá sildin 18°/o og töldu menn vist að þetta væri ný ganga. Enda hefur það verið svo i haust, að þegar síldin hefur stað- ið nokkurn tíma i fjörðunum, megrast hún, en svo hefur virzt, sem nýjar göng- ur komi við og við og er þá sú síld miklu feitari. Ekki hafði orðið vart við síld inni i suðurfjörðunum fyrir áramót- m, en úti fyrir hafði hún sézt. Á Seyðis- firði voru saltaðar ca. 4000 tn., á Norð- firði ca 1000 tn„ mest fyrir áramót. Auk þess var fryst alimikið, einkum á Norð- firði. Var nokkuð fryst eftiráramót. Sal- au gekk ekki eins greiðlega og búist var við i fyrstu. Olli því bæði mikil veiði hér eystra og að einnig veiddist allmikið við Eyjafjörð af síld af svipaðri stærð. Er Kaupmannahafnarmarkaðurinn svo þröngur, að jafnmikil framleiðsla af milli- sild og var á íslandi siðastliðið haust, orsakaði mikið verðfall og sölutregðu. Fisksölusamlög. Á miðju sumri voru stofnuð fisksölusamlög i flestum fjörðum bér eystra. Mynduðu þau svo aftur sam- band sín á milli. Tilgangur samlaganna er í fyrsta lagi sá, að annast saltfisksölu. í öðru lagi er að gera tilraunir um sölu á isvörðum fiski til Englands eða aanara landa. Og í þriðja lagi að annast inn- kaup á veiðarfærum og öðru þvi, er til- tækilegt þætti handa félagsmönnum. Úlflulningur á ísvörðum físki. Fyrstu dagana i september var byrjað að veiða fisk til útflutnings i ís. Leigði Skipaúigerð Ríkisins tvö skip til flutninganna, sam- kvæmt heimildarlögum frá siðasta Al- þingi. Samkvæmt sömu lögum var rik- isstjórninni heimilt að verja allt að 200 þúsund krónum til útlána handa sam- vinnufélögum til veiðarfærakaupa og til umbúðakaupa um ísvarinn fisk. Munu samlögin hér eystra hafa treyst þvi, að þau ættu vísan stuðning frá ríkisstjórn- inni, ef með þyrfli. Fiskurinn var flutt- ur út í kössum. Voru keyptir kassar, sem nægðu fyrir tvo farma í hvort skip, svo þau gætu siglt óhindrað. Einnig var keypt allmikið af veiðarfærum — drag- nótaveiðarfærum — handa þeim er þess óskuðu. Mátti svo heita að allur fiskur er veiddist um haustið, væri sendur út isvarinn, bæði sá er veiddur var á línu og i dragnætur. — Fiskafli var mjög tregur allt haustið og veðrótta stirð, eink- um eftir að út á leið. Fiskurinn var flokkaður í kassana eftir stærðum, þorsk- urinn í þrennt, ýsan i fernt og kolinn i fernt. Hafði ílokkun og frágangur þótt sæmilegt og fiskurinn yfirleitt góð vara, nema i fyrsta farminum var nokkuð af fiski.sem farinn var að skemmast þegar til Englands kom. Kom það af því að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.