Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1932, Page 20

Ægir - 01.04.1932, Page 20
10G ÆGIR Sjómannalíf í Hafnahreppi síðastliðin 60 ár. Eftir Ól. Ketilsson. Framh. Pegar búið var að setja sldpið í naust- in, var það fyrsta verk sjálfs formanns- ins, að leiða hvern háseta að sínum keip, sem kallað var. Litu þá margir sjómenn óhýrum augum til andþófs og fyrirrúms- keipanna og það ekki að orsakalausu, því þessir andþófs- og fyrirrúmsmenn, voru sannkallaðir galeyðu-þrælar, menn, sem pindir voru undir drep, á meðan handfæri voru eingöngu brúkuð á þess- um stóru teinæringum, því var það að þessir andþófs-þrælar rauluðu oft fyrir munni sér, á meðan þeir voru að fara i sjóklæði sín á morgnana : »Sex manna andpóf norður i sjó, en fjórir verða látnir hafa það þó 1« En það mátti kallast alveg yíirgengi- legt þol, sem margir af þessum and- þófsmönnum höfðu, þeir gátu hamast með þessum 9 álna löngu árarklump- um frá morgni til kvölds, berhausaðir, berhálsaðir, með frá hneppta skyrtu nið- ur á bringu, i norðanrokum og hörku- gaddi. Og ég vissi marga af þessum and- þófsmönnum sem ekki þáðu hvild af yfirskipsmönnunum, þegar kippt var á, eða fært úr stað, og það þó þeir væru búnir að þrælast í andþófinu hvíldar- laust hálf eða heil sjávarföllin, eins og oft bar við, þegar sóttur var sjór norð- ur i Miðnessjóinn i norðanrokum. Ann- ars var það venja þessara miklu sjó- garpa, sem áður eru nefndir, að velja í andþófið hraustustu og þolnustu menn- ina, svo kallaða jötna að afli og vexti. Man ég eftir mörgum af þessum tröll- vöxnu mönnum, en minnisstæðastir eru mér þó 4 af þessum jötnuna. Þórður í Sumarliðabæ, Gísli í Yilborgarkoti, Bjarni í Búð og Sveinn »skarði« (hafði skarð upp í efri vör, og var blestur í máli). Allir voru þessir menn taldir tveggja til þriggja manna makar, en allir böfðu þeir það sameiginlegt að þeir voru hinir mestu hæglætis- og stillingarmenn án víns. Fyrir og eftir 1870, voru yfir 90 manns, sem reru til fiskjar úr Kirkjuvogsvör- inni, frá 4 heimilum; máttiþarsjá marg- an háan og hraustan hal, því valið lið var á hverju skipi, aðrir ekki teknir en úrvalsmenn, og ekki heldur heiglum hent að róa hjá þessum miklu sjógörpum. Segl voru mjög lítil á þessum stóru teinær- ingum, Loggortusegl, sem kallað var, en þau lítið notuð nema þegar rok var komið og liðugur vindur (lens), en allur var útbúnaður skipanna afarrammgjör, og þessir 9 álna löngu áraklumpar of- raun nema orkumönnum. »Mannskap- urinn að bila á undan öllu öðru«, var kjörorð hinna hugdjörfu sjógarpa. Ekki er hægt að segja að útgerðar- kostnaður þessara stóru skipa væri mjög tilfinnanlegur á meðan eingöngu voru brúkuð handfæri, sem var eina veiðar- færið á vetrarvertíðinni fram til ársins 1882, að farið var fyrst að brúka línu (lóð) 500 króka, eftir páskana, 20 fjögra punda línur i handfæri og tvær tveggja punda línur í sökkutauma, varallur hinn beini útgerðarkostnaður, og nam verð- mæti þessara 22 lína 63 kr. Önglarnir voru smíðaðir í smiðjunni heima, en til- höggnir fjörusteinar, sem kallaðir voru »vaðsteinar« voru sökkurnar, nema hjá formönnum, sem brúkuðu blýsökku. En eftir stóra strandið (Jamestown) 1881, var farið að brúka járnbolta úr birðing skipsins í sökkur, og er svo sumstaðar enn þann dag í dag. Eg hefi með höndum hlutatölu hins j

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.