Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1932, Page 26

Ægir - 01.04.1932, Page 26
112 ÆGIR Frá ráðuneyti forsætisráðherra. Athygli manna skal leidd að því, að upprunalandsins á vörutn, er flytjast inn til Bandaríkjanna i Ameríku, skal, að því er ísland snertir, getið á þann hátt, að á umbúðir varanna sé merkt: »Product of Icelanda eða að eins »Ice- landa. Séu vörur eigi þannig merktar, verður lagður aukatollur á þœr, er nem- ur 10"io af verðmœti hirxs selda. Slys í Vík í Mýrdal. Ðát hvolfir í lendingu. Þrír menn drukkna. Það slys vildi til í Vík í Mýrdal 23. þ. m., að bátur sem kom úr liskiróðri, varð fyrir brimsjó og fylltist, en hvolfdi siðan. Þrír menn drukknuðu, en sjö björguðust. Tveir bátar réru um morguninn, en undir hádegi brimaði snögglega. Aðrir bátar voru notaðir við uppskipun úr Skaftfellingi. Þegar bátarnirkomu að, var þeim gefið merki um að lenda annars- staðar, í Bás svo kölluðum, oggekkfyrri bátnum vel að lenda. Á seinni bátnum voru alls 10 menn, sem fyr segir, ogtókst 7 þeirra að lialda sér í hann, en hinir drukknuðu, þeir Dagbjartur Ásgeirss. búfr. frá Skálmarbæ í Álftaveri, lætur eftir sig ekkju, Einar Sigurðsson, Búlandsseli í Skaftártungu, lætur eftir sig ekkju og ung börn og Gísli Runólfsson, unglingspiltur frá Heiðarseli á Síðu. — Einar náðist, en eigi tókst að lífga hann. Lik hinna hef- ur ekki borið að enn. Ny bók um íslenzkar fiskveiðar. Eg hef ráðist i að gefa út bækling.sem hlotið hefur nafnið: »Skarkolaveiðar ís- lendinga og dragnótin«. Ég hef kynnt mér málið allítarlega frá öllum hliðum, og heyrt margar og miklar deilur um dragnót og skarkolaveiðar. Þessi bækl- ingur er tilraun til þess að skýra málið sem bezt og réttast, enda hef ég ekkert sparað til þess að gera allt sem greini- legast. Bókin er 96 bls. í litlu broti (Crown), og í henni eru 20 myndir, undir 20 töflur og fjögur yfirlit lesmál- inu til skýringar. Bókin kostar 3 kr. Þelta kver er að minu álili þess virði, að margir sjómenn og útgerðarmenn eignist það, í því er ýms fróðleikur, sem allir ættu að þekkja. Ég vona að bókin mæti góðum móttökum, og óska þess að sináútgerðinni megi verða gagn að henni. Árni Friðriksson. Fiskveiðar Norðmanna voru þessar, 23. apríl 1932. Ár. Afli alls. Hert. Saltað. Lýsi hl. Hrogn hl. 1932 138595 54122 75998 84697 55976 1931 108174 42929 57795 55885 44091 1930 177268 37431 131796 74331 61655 1929 195739 64028 126291 81499 68372 Aflinn reiknaður í tonnum, hausað og slægt. Talið er að 400 kg. fari i 1 skpd. af verkuðum fiski. Aflatölur þriggja und- anfarandi ára, eru miðaðar við afla alls, sem kominn var á land um 20. apríl hvers árs. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentamiíSjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.