Ægir - 01.07.1932, Síða 6
160
ÆGIR
ar og farmennsku verður veitt móttaka
í blaðinu, jafnframt því sem vér óskum
eftir að menn sýni oss þá velvild að
styðja að útbreiðslu þess, um leiðogvér
vonum að geta gert i it þelta svo úr garði,
að það geti orðið til uppbyggingar og
úlgefendum til sóma«.
Hinn 10. júlí 1905 fór Ægir fyrsta sinni
í pressuna í Gutenberg og var þann dag
innritaður til viðskifta í bækur prent-
verksins. Eins og kunnugt er stofnaði
br. Matthias Þórðarson frá Móum ritið
og var hinn fyrsti ritstjóri þess, enda
hafði hann alla þá kosti, sem þurftu til
þess að gera fiskimannarit hér svo úr
garði, að lesendum líkaði. hann hafði
verið leiðsögumaður dönsku varðskip-
anna undanfarin ár og hélt því starfi
fyrstu ár ritstjórnar sinnar, var kunnug-
ur fólki og staðháltum á flestum aðal-
veiðistöðvum landsins. Hafði hann þvi
mikið efni til að vinna úr. Sökum fjar-
veru oft og einatt, varð hann að fá að-
stoð til að koma ritinu út og lesa próf-
arkir. Bjarni heitinn Jónsson frá Vogi
skrifaði eina ritgerð og las nokkrar próf-
arkir, hr. Halldór Jónasson skrifaði eina
eða tvær ritgerðir og las prófarkir; Matt-
hías Þórðarson fornmenjavörður 3—4 rit-
gerðir (merktar M. I3.). Björn Þórðarson,
bróðir Matthíasar, sá um útkomu Ægis
nokkrum sinnum, eftir hann varð kandí-
dat og kominn heim; var þá Matthías á
varðskipinu »Hekla« og oft lengi að heim-
an. Árin 1910 og 1911 kom Ægir ekki
út, eða réttara sagt frá júli 1909 til jan-
úar 1912. Þá byrjar 5. árgangur hans og
hélt Matthías áfram ritstjórn til 1. jan.
1914 og er því ritstjóri fyrstu 6 árgang-
anna.
Hinn 14. desember 1913 hitti Matthías
undirritaðan og sótti fast að ég tæki
við ritstjórn Ægis, og varð það úr, aðég
réðist til þess, þótt ekki væri árennilegt
að taka við af ágætum ritstjóra, er ég
var öllu því óvanur, er útheimtist til að
halda á réttri og byrjaðri leið.
Matthías gaf mér ýmsar reglur og eink-
um lagði hann áherslu á að haja aldrei
langar greinar í ritinu. Næsta spor mitt
var að fara á fund Tryggva heitins Gunn-
arssonar, sem var í stjórn félagsins.
Spurði ég hann, hvort engin ritnefnd
mundi athuga það, sem prentað yrði í
»Ægi«, og kvað hann nei við. Sagðist
hann myndi tala við mig rækilega, færi
ég út fyrir ákveðna stefnu ritsins og
politík vildi hann þar ekki sjá, oggladd-
ist ég mjög af, þvi þar var ég úti á þekju.
Síðan kom bekkjarbróðir minn, Þorsteinn
heitinn Erlingsson skáld, til skjalanna
og bauð mér ótilkvaddur að lesa yfir
prófarkir, því Ægir væri svo gott rit að
ég rnætti ekki skemma það með mál-
villum og fleiru. Er ég honum þakklát-
ur fyrir mörg góð láð og hvatningar; las
hann prófarkir af 2. og 3. tbl. 1914, en
þá taldi hann mig slarkfæran, þó ekki
meir.
Ýmsir góðir menn hafa með ritgerðum
og tleiru, styrkt útgáfu Ægis og má þar
einkum nefna fræðimanninn Bjarna Sæ-
mundsson, sem árlega hefur fært honum
ritgerðir og annan fróðleik.
Þeir fjórir forsetar Fiskifélagsins, sem
lil þessa hafa veitt því forstöðu, hafa all-
ir, að einum undanteknum, ritað meira
og minna í Ægi, en mest þeirra Matt-
hías Þórðarson og núverandi forseti,
Kristján Bergsson, sem síðan 1923 hefur
árlega ritað í fyrsta tölublað hvers árs,
um sjávarútveginn á liðnu ári og munu
skýrslur þær að nákvæmni og efni, hin-
ar beztu, er sést hafa hér — o. íl.
Fiskifræðingur Árni Friðriksson hefur,
síðan hann byrjaði starf sitt hjá Fiskifé-