Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 8
162 ÆGIR ritstjórn Ægis, eins og skýrslur sýna, og þurfti þess vegna að fá viðbót með auka- vinnu. Þá átti ég rniklu fleiri kunningja en nú og góða vini. Eg leitaði þvi eftir skriftum á 2—3 stöðum. Vinur minn einn sagði mér þá, að ég skyldi ekki fara víðar, sökum þess, að meðan ég væri lijá Fiskifélaginu, dytti engum í hug, sízl útgerðarmönnum, að hleypa mér í hækur sínar, meðan engin vissa væri fyrir hvað félagið væri að gera. Fór ég að orðum vinar míns og reyndi aðra leið. Árið 1915, var skýrslukassi smíðaður og mér sagt að hirta þar aflaskýrslur þær, er sendar væru; var kassinn hengd- ur utan á hús frú I. Johnson (Lækjarg. 4), þar sem skrifstofa félagsins var, frá 14. maí 1915, þar til í byrjun ágúst 1920, er hún var flutt í Eimskipafélagshúsið. 1 þenna kassa var hinum og öðrum fréltum um afla, fest upp; var það þá einu sinni, að ég hatði fengið verð á síld og treysti þeim, sem upplýsingarnar gaf, manna bezt. Þetla var nokkru áður en sildarskipin lögðu út. Þóttist ég nú maður með mönn- um að geta birt slíkar merkisfréttir í kassanum, en Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir 2 klukkutíma kom maður á skrifstofuna og spurði mig hvort fé- lagið væri að reyna að stöðva síldveiðar því reyndist verð það rétt, sem auglýst væri í kassanum, færi enginn á síld, en nú vildi hann sýna mér hvað boðið væri í hana og var það miklu hærra en hið augl^'sta. Flýtti ég mér svo niður og tók auglýsinguna burt — og var það hin fyrsta og síðasta tilkynning um síldar- verð, sem í kassann kom. Annars má segja það í stuttu máli, að aflasöfnun og skýrslur, voru í mesta ólagi, þar til menn voru með lögum 1925, skyldaðir til að láta af hendi aflaskýrslur og gekk for- seti Kristján Bergsson ríkt eftir þeim og er nú söfnun í bezta lagi. Erindrekar Fiskifélagsins. Þeir hafa allir skrifað eitt og annað, sem birst hefur i Ægir, auk þeirra skýrslna, sem þar eru prentaðar og þeim her að senda. Sama er að segja um nú- verandi skipaskoðunarstjóra ríkisíns, ól. Th. Sveinsson, sem gerðist vélfræðiráðu- nautur Fiskifélagsins 1. janúar 1914 og sagði upp þeirri stöðu um áramótin 1919 —1920. Hann samdi hina fyrstu kennslu- bók í mótorfræði, sem félagið gaf út og hóf þegar kennslu á hinum vel séðu námsskeiðum í mótorvélafræði, sem voru um eitt skeið, ekki hin veigaminnsta stoð Fiskifélagsins. Athugavert efnisyfirlit. Pegar ég tók við Ægi 1914, reyndi ég að fylgja sem hezt í fótspor hins fyrra rit- stjóra og raða niður efni á líkan hátt. hann raðaði ýmsu, sem við har hér, undir lið, sem hann nefndi »Heima«, og ýmsum fregnum frá útlöndum undirlið, sem hann kallaði »Erlendis((. í efnisyfir- litum standa þessi orð og fyrir aftan þau eru þær blaðsíður tilteknar með tölum, þar sem liðir þessir byrja, en ekki getið eða hent á, hvað þeir hafa inni að halda, en þar kennir margra grasa og margan fróðleik þar að finna. Vil ég því benda mönnum á að leita þar að ýmsu, sem þeir búast við að finna í Ægi, en sjá það hvergi í efnisyfirlitum. Af gömlum vana hélt ég þessu áfram þar til árið 1920, þá fyrst áttaði ég mig á, að hér væri um galla að ræða og að efnisyfirlit ætti að sýna hverja grein, sem í ritinu væri, sérstaklega, og hefur því verið haldið síðan.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.