Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 22
176 ÆGIR gylling mikil kringum nafn þess að aft- an. Var skip þetta hið fegursta. Við hlið- ina á því var annað skip í smíðum og var verið að festa járnplötunum (ytra borðinu). Eg gaf mig á tal við smið einn, sem var þar að vinnu og spurði hann hvort hann vissi hvað »tœring« í járni væri. »Skyldi ég vita það«, svaraði maðurinn. »Hvernig mun standa á því, að sum járnbönd í þessu skipi eru bæði tærð og sprungin«, spurði ég og sýndi honum þannig gölluð bönd. Hann kann- aðist við að traust gæti þetta ekki kall- ast, en bætti við: »Plöturnar styrkja þetta og hylja«. Ég spurði hann hvernig plöturnar væru beygðar og gataðar og skýrðihann frá því; gekk ég þá að plötu, sem kom- in var á sinn stað og búið var að festa með fáum nöglum og varð ekki hreyfð; ég sýndi honum að bil á milli plötunn- ar og þeirrar, sem undir var, var svo, að ég kom litla fingri á milli og spurði ég hann þá, hvort plötur ættu ekki að falla allstaðar saman til þess að ná þeim styrkleika, sem áætlaður væri. Gaf hann lítið út á það, en sagði þó, að naglarnir væru látnir draga slíka smíðagalla saman. Þá spurði ég hann, hvort hann héldi ekki, að þá væri nöglunum ætlað of mikið þegar á skipið reyndi í stórsjóo Hann spurði mig þá, hvort ég væri skoðunarmaður, en ég kvað nei við, en sagði honum, að ég vissi hvað skipum likum þessu, sem væri ætlað að fara um öll höf, væri boðið, og hvað þau yrðu að þola í rokum og stórsjó á reginhafi. Hann hélt nú áfram við vinnu sina og lét eins og hann sæi mig ekki. Rétti ég honum þá pening og sagði: »Smíðar gera menn þyrsta, hér er fyrir einu glasi af öli«. Tók hann við peningnum og virt- ist vilja hlusta á mig. Eg bað hann að koma með mér og sýndi honum gataröð á plölu; var allt tilbúið til að festa plöturnar saman með nöglum (boltum). Þegar við horfðum í gegnum naglagöt þau, sem eiga að vera svo, að naglinn mæti hvergi mótstöðu, er hann fer gegnum gatið á innri og ytri plötunni, þá var hér svo, að götin stóð- ust ekki á og voru sem hálftungl eftir endilangri röðinni. Á þetta benti eg hon- um og spurði hann, hvernig hér væri farið að. Sagði hann mér, að sjóðandi naglarnir væru þvingaðir gegnum götin, og þegar þeir væru hnoðaðir, væri allt i lagi. Ég spurði hann þá, hvort engir eftirlitsmenn væru frá »Board ogTrade« eða Lloyd, er skip lík þessu væri smíð- uð, og hvort þeir gerðu engar athuga- semdir er göt á plötum, sem sameina ætli með nöglum af ákveðinni þykkt, stæðust ekki á og bersýnilegt væri að naglar væru helmingi rýrari en ættu að vera er búið væri að hnoða þá og þeir orðnir kaldir. Hann sagði, að eftirlits- menn kæmu endrum og sinnum og gerðu athugasemdir, en þeirra staða væri örðug, þar sem flestir þeirra væru kunn- ingjar og vinir eigenda skipasmíðastöðv- anna og vissu að eigendur skipanna vildu fá þau sem ódýrust og á sem stystum tíma, og auk þess væri kaup eftirlitsmanna af skornum skamti. svo ekki væri grunlaust að fá mætti þá til að ganga framhjá ýmsu, og svo væri glas af kampavíni á sínum stað, við ýms tækifæri. Þegar eigendur vilja kosta upp á góð skip, þá smíðurn við góð skip, en þegar það ekki er, fá þeir skip sam- svarandi því, er þeir vilja greiða fyr- ir þau. Ég kvaddi manninn og litaðist um við önnur skip, sem voru i smíðum. Eg sá sama tærða járnið og sprungna í þeim, og er ég að lokum virti fyrir mér hið nýmálaða, fagra skip, sem daginn eftir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.