Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 12
166 ÆGIR Matlhías Pórðarson, fæddur 1. júlí 1872. Forseti félagsins frá 5. júli 1913, til sum- armála 1914, er hann fór til útlanda í þarfir félagsins og afhenti Hannesi Haf- liðasyni forsetastörf. Hann býr i Kaup- mannahöfn. (Sjá Ægir 1922 bls. 86). Jón E. Bergsveinsson, fæddur 27. júní 1897. Forseti félagsins frá 25. febr. 1922 til 20. febr. 1924. Hann býr nú í Reykja- vík og er erindreki og skrifstofustjóri Slysavarnarfélags Islands. (Sjá Ægir 1929 bls. 152). Kristján Bergsson, fæddur 29. desem- ber 1884. Forseti félagsins frá 20. febr. 1924; hefur síðan verið endurkosinn á öllum Fiskiþingum og hefur nú verið lörseti í rúm 8 ár. Þessir fjórir forsetar félagsins, hafa all- ir tekið próf í siglingafræði og verið skip- stjórar. Dr. Bjarni Sœnuindsson og skipstjóri tíeir Sigurðsson hafa verið meðstjórn- endur félagsins frá stofnun þess. Vélbátur brennur. Tveir menn slasast. Nóttina milli 5. og 6. júlí brann vél- bátur frá Vestmannaeyjum úti fyrir Heykjanesi. Hét báturinn »Elliðaey«, eign Stefáns Ingvarssonar. Lá báturinn um kyrrt og voru bátverjar að veiðum, þegar kviknaði i honum. Ætluðu þeir fyrst að setja vélina í gang og reyna að komast til Grindavíkur, en eldurinn magnaðist svo, að þess var enginn kostur. Fóru þeir þá i smábát, sem þeir höfðu með sér, og komust i land í Sandvík, sem er á leiðinni milli Reykjanessvita og Grindavíkur. Bátverjar voru 5. Tveir þeirra brennd- ust töluvert. Annar var matsveinn. Voru þeir frammi í bátoum, þegar kviknaði i honum, en hinir þrír voru aftur í hon- um og sakaði þá ekki. Þeir, sem brennd- ust, gengu þegar austur í Grindavík og komu þangað kl. 6 um morguninn, en hinir biðu til þess að vita, hvort nokkru yrði hægt að bjarga úr bátnum, þvi að vindur stóð á land, og rak bátinn upp að ströndinni; en hann var þá svo brunninn, að hann var að öllu ónýtur orðinn. Sendiherra Dana hefur góðfúslega sent Fiskifélaginu eftirfarandi skeyti, sem honum hefur borist frá sendisveitinni í Oslo, hinn 4. júlí: Samkvæmt nýrri löggjöf um saltfisks- útflutning, getur konungur Norðmanna ákveðið, að sá er flytur út fisk, skuli vera félagi einhvers sambands og að reglugerð þess sé samþykkt af stjórn- inni, eða að slíkt samband hafi sam- þykkt útflutninginn. Til mála getur komið, að útflytjandi verði að fullnægja báðum þessum skilmálum. Vottorð um, að þessir skilmálar séu uppfylltir, á að afhenda tollstjórninni, þegar fiskur er fluttur út. Áður en konungur tekur ákvarðanir um áðurnefndar ráðstafanir, skal leggja þær fyrir Fiskiráð, sem er skipað 5 mönnum, auk fleiri, sem stjórnin kann að skipa, að ráði Noregsbanka, fiski- deilda, fiskverkunarmanna og útflytjenda. Nánari framkvæmd laganna ákveður konungur eða sá, sem hann skipar í sinn stað. Lög þessi öðlast gildi, þegar konungur ákveður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.