Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.1932, Blaðsíða 16
170 ÆGIR ísland Færeyjar Noregur Bretland Alls 1927 16.757 5804 3 920 1.328 27.800 1928 14 990 6.511 2.844 991 25 373 1929 11.771 6423 3.270 792 22.257 1930 10677 7.887 3.044 655 22.261 1931 8.622 6 964 1 623 913 18 122 1932 ,c/l! 4 548 2.554 783 cj. 200 8 085 nokkurn fisk frá Islandi, en ekki er það mikið. Selur Berrie fisk frá Yestfjörðum, en annars er aðallega seldur þar Faxa- flóa- og Yestmannaeyja-fiskur. Kaupgeta almennings er ekki jafn mikil í Bilbao eins og í Barcelona, og lætur neyzlan þar miklu meira eftir, ef verðið hækkar, og sérstaklega nú upp á síðkastið, þegar erlendi markaðurinn fyrir spánskar sar- dínur hefur dregist mjög saman, og gert þær svo verðlitlar að þær eru jafnvel notaðar til áburðar. I3ar sem færeyski íiskurinn er borðaður í Bilbao sjálfri og efnuðuslu sveitahéruðununi, — landi Baskanna, — er norski fiskurinn, sem inn er fluttur, aðallega mjög stór þorskur, sem sendur er til Madrid. íslenzki fisk- urinn er þar á móli borðaður í fátæk- ustu sveitunum, Aragon og Navarra, sem eru svo vatnslitlar að áveituskurðir eru þar múraðir upp, til þess að ekkert af hinum dýrmætu dropum spillist. 1 Barcelona og Bilbao er það því fær- eyski fiskurinn, sem aðallega keppir við þann íslenzka. Er hann talinn betri en sá islenzki á báðum þessum stöðum, og er gefið liærra verð fyrir hann. Telja innflytjendur að yfirleitt fari islenzka fiskinum aftur, en þeim færeyska fram, hvað verluin snertir. Er verðmunurinn orðinn 10 — 12 pes. á 50 kg, svo við verðum að fara að gera það upp við okkur, hvort sá mikli vinnuhraði, sem orðinn er hjá okkur, er ekki hættur að svara kostnaði. Það er vel skiljanlegt að menn reyni að afla sem mest og skila sem mestum fiski, þegar verðið er mjög hátt og gleypt við öllu, hvernig svo sem frágangurinn er. En nú er sá tími liðinn og mjög vafasamt hvort hann kemur nokkurn tima aftur. f*essi verð- munur á fiski okkar og Færeyinga nemur 10 — 12 aurum á verkuðu kg, sem fram- leiðandinn þar fær meira en framleið- andi hjá okkur, því allur kostnaður, frá þvi fiskurinn er settur í skip í fram- leiðslulandinu, og þangað til hann er kominn til neytandans, er alveg jafn hvort sem fiskurinn er seldur á 70 pes. pakkinn eða á 100 pes. Mismunurinn rennur lil framleiðandans og framleiðslu- landsins. Galiciu-markaðurinn er síðasta vígi Norðmanna á Spáni. Nemur innflutning- urinn þangað 5.500-6.000 smálestum og hefur innflulningurinn til Vigo verið 4.300 — 4.900 smálestir, en til Coruna um 1.200 smálestir. Hefur innflutningurinn til Vigo skipst þannig milli landa síðastl. tvö ár: 1930: 1931: Noregur .... . . . 3.876 2 420 ísland 646 925 Bretland 227 159 Pyzkaland . . . 118 727 Holland 34 20 Alls 4.901 sniál. 4.251 smál. IJegar þess er gætt, að hér um bil all- ur fiskur sá, sem talinn er koma frá Bretlandi, Þýzkalandi og Hollandi, cr islenzkur fiskur, sem sendur er um Hull eða Hamborg, fyrir milligöngu brezkra vei zlunarhúsa, sést, að islenzkur fiskur er að vinna mikið á í Vigo. En allur innílutningur Norðmanna til Spánar siðustu tvö árin hefur numið 6 817 smál. 1930, en 5 432 smálestir í fyrra. Selja þeir því einar 3 000 smálestir fyrir utan þessa einu borg í Galiciu, en meginið af þeim selja þeir i nágrannalöndunum. Þar sem íslenzki fiskurinn keppir ein-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.