Ægir - 01.07.1932, Page 18
172
ÆGIR
skipafélögin uppbætur allstórar til inn-
flytjenda, sem kaupa meira en 3.000 smál.
árlega, en ekki er mér grunlaust um, að
í’ikið standi þar á bak við. Þareð ég hef
skýrt greinilega frá þessu í síðustu
skýrslu minni, er ekki ástæða til að end-
urtaka þau ummæli hér. Hafa íslending-
ar undirboðið Norðmenn og náð svo
miklum viðskiftum frá þeim, að fram til
15. júní var innflutningur þeirra meiri
en innflutningur Norðmanna. Hefur
okkur auðvitað komið vel að losna við
svo mikinn fisk þangað með þvi að
halda verðinu 2—3 sh. lægra en Norð-
menn, ætti að vera hægt að selja þangað
með töluvert betri útkomu en undanfarið.
Innflutningur er að mestu beinn frá þrem-
ur stóru firmunum íslenzku, en litið fyrir
milligöngu Breta og umboðsmanna þeirra.
Reyndi Mr. Berrie að senda farm til
Portúgal, en fiskur hans reyndist ekki
nærri nógu hart verkaður, svo að segja
má. að fyrsta tilraun hans hafi mistekist.
Óportómarkaðurinn er gerólíkur mark-
aðinum í Lissabon. Skip þau, sem send
eru til Newfoundlands, eru gerð út það-
an, og er þar mikill markaður fyrir
shorefisk og egta labra, hæði veiddan af
Portúgalsmönnum og Canadamönnum.
Mun þessi fiskur hafa mótað smekk
óporto-manna og vilja þeir því gulan
fisk og óhimnudreginn, eða hafa viljað,
því að innflutningurinn á fiski frá New-
foundlandi minnkar árlega en salan á
islenzka fiskinum eykst. Eins og á Suður-
Spáni, eru það aðrar sléttir, sem vilja
shoreflskinn, en þann íslenzka eða norska,
svo í Óporto er einnig aðalkeppnin milli
íslenzka og norska fiskjarins. í Óporto
er sagt að verkamenn borði saltfisk í öll
mál og setur hann töluverðan svip á
hæinn, því hvar, sem litið er, sést salt-
fiskur. Er þar og brallað mikið með
saltfisk, en hrall kalla ég það, þegar
maður sem ef til vill getur selt 50 pakka
á mánuði, ræðst í að kaupa 500 pakka,
og vonar að geta selt öðrum smásölum
það sem hann ekki þarf sjálfur, fyrir
hækkað verð. Ganga hinar ótrúlegustu
sögur um fiskimagn og fiskverð í fram-
leiðslulöndunum, en verðið og eftirspurn-
in breytist mjög snögglega eftir því hverii
lygasögunni er trúað. Er ég var þar i
apríllok höfðu gengið einhverjar sögur
um norska fiskinn, sem gerðu það að
verkum, að fjöldi manna, sem ella höfðu
lítil afskifti af fiskverzlun, ruku til og
keyptu islenzkan saltfisk. Var fiskurger-
samlega óseljanlegur í nokkurn tima á
eftir, þangað til markaðurinn hafði jafn-
að sig. Venjulegustu sögurnar eru um að
nú sé allur fiskur í Noregi jarðsleginn.
tekur það auðvitað nokkurn tíma að
mótmæla sliku, en á meðan fljúga út
birgðir manna þar á staðnum, sem hægt
er að sýna að séu óskemmdar.
I Portúgal eru mörg af stærstu og beztu
innflutningsfirmunum samband smá-
kaupmanna, eða nokkurs konar inn-
kaupa-skrifstofur, þótt þau séu sjálfstæð
hlutafélög. Reyna þau að komast að sem
allra ód5rrustum innkaupum og hafa
nokkur þeirra þá meginreglu, að kaupa
aldrei af firma, sem notar millimenn eða
umboðsmenn. Segjast þau vilja vera eini
milliliðurinn milli framleiðenda og smá-
salanna í Portúgal.
Islenzkur fiskur keppir við Labrador
fisk, norskan og færeyskan. Lahador fisk-
urinn er eingöngu keppinautur okkar að
vetrinum. Norskur fiskur er eÍDgöngu
keppinautur okkar fiskjar hér á vestur-
ströndinni, i Portúgal og Galiciu (og ör-
lítið i Madrid). Austur kemst hann ekki,
vegna þess að hann er verkaður öðru-
visi en Bilbao- og Barcelona-markaður-