Ægir - 01.07.1932, Side 20
174
ÆGIR
dóms og fyrir litlar sakir. Hefur Anzana
tekið vel í kröfur Iíatalóníubúa um
heimastjórn og er það talið að hafa
slyrkt hann mjög.
1 blöðunum má lesa að órói sé á Spáni,
en ekki er hann talinn alvarlegur hér.
Yenjulega er stjórnin við öllu húin, en
þó hún hafi herlið til taks, er því ekki
beilt, enda fylgja verkamenn stjórninni
víðast hvar að málum. En þessi óróa-
kvittur mun nokkuð stafa af því, að
verkföll eru nú leyfð, en voru hönnuð
af einvaldsstjórninni. Hafa þau sízt orðið
fleiri en annarsstaðar, en meira hefur
borið á þeim, vegna þess, að símað hefur
verið út um víða veröld, þó verkfall
verði í einstökum bæ, og smá ryskingar
og áílog i sambandi við það.
Síðan stjórnin tók innanlandslán sitt,
í apríl, hefur pesetinn hækkað töluvert.
Var hækkunin all ör í fyrstu, en nú
virðist vera húið að festa hann gagnvart
Bandaríkja-dollar, svo að 12.15 pesetar
fara i dollar; er pesetinn þá í rúmlega
42 gullcentimos, en tæpum 50 aurum
íslenzkum. Talið er að hækkunin hafi
dregið mikið fé til Spánar, sem lands-
menn höfðu áður flutt til útlanda, svo
Spánarbanki hafi fengið mikið fé milli
handa, auk þeirra 500 milljóna peseta,
sem lánið nam. Þó er gengið ekki frjálst,
heldur ákveðið af nefnd, og Spánarbanki
skammtar útlent fé. Þarf að senda um-
sókn um það og verður að taka ná-
kvæmlega fram til hvers féð er ætlað.
Fæst afgreiðsla venjulega ekki fyrr en
eftir tvær til þrjár vikur.
Virðingarfyllst.
Helgi P. Briem.
Verzlunar- og siglingasamn-
ingum við Noreg sagt upp.
Opinberlega er tilkynnt, að á ráðstefnu
sem forsætisráðherra íslands, Ásgeir Ás-
geirsson, var á með nokkrum norsku
ráðherrunum, hafi náðst samkomulag
um að hefja samningaumleitanir um
vöruverzlun milli líkjanna. Samninga-
umleitanirnar hefjast í Reykjavik um þ.
25. júlí og verður haldið áfram í Oslo,
en þeim lýkur í Reykjavík. — Samkv.
»Tidens Tegn« mun íslenzka ríkis-
stjórnin segja upp gildandi verzlunar- og
siglingasamningum við Noreg. Ásgeir Ás-
geirsson forsætisráðherra og Jón Árna-
son forstjóri, fóru frá Oslo 5. júlí. For-
sætisráðherrann hefur látið svo um mælt:
»Mér þykir leitt, að samkomulag náð-
ist ekki þegar um tækkun kjöttollsins,
en ég vil leggja mikla áherzlu á, að vér
höfum fengið hinar beztu undirtektir,
og mætt mikilli vinsemd hjá norsku
stjórninni. Tel ég víst, að slarf hinnar
nýju samninganefndar muni bera góðan
árangur«.
Verzlunarsamningur sá, sem hér um
ræðir, er uppsegjanlegur með árs fyrir-
vara, en siglingasamningurinn með miss-
eris fyrirvara.
Jón Árnason mun verða einn hinna
islenzku samningamanna.
Síðastliðinn vetur sögðu Norðmenn
upp kjöttollssamningnum svo nefnda,
en samkvæmt þeim samningi naut ís-
lenzkt saltkjöt sérstakrar tollívilnunar í
Noregi. Hækkaði því stórlega tollur á
íslenzku kjöti frá 1. þ. m. Þar sem
Norðmenn voru ófáanlegir til að fram-
kværna kjöttollssamninginn, skoraði sið-