Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 6
172
ÆGIR
Gert í London þann nítjánda dag maí-
mánaðar árið nítján hundruð þrjátíu og
þrjú í tveimur eintökum á íslenzku og
tveimur eintökum á ensku, og skulu
báðir textar vera jafngildir.
Reglugerð
um endurgjald á innflutningsgjaldi
af benzíni.
1. gr.
Innflutningsgjald af benzini, sem greitt
hefir verið samkvæmt lögum nr. 84, 6.
júlí 1932, verður endurgreitt úr rikissjóði
eftir ákvæðum þessarar reglugerðar, ef
sönnur eru færðar á, að það hafi ekki
verið notað til bifreiða.
2. gr.
Innflutningsgjaldið er endurgoldið eflir
á fyrir ár hvert, talið frá 1. júlí til 1.
júlí, í fyrsta sinni frá 7. júlí 1932 til 30.
júní 1933, að báðum dögum meðtöldum.
Þeir, sem hafa notað að minnsta kosti
250 litra af benzíni á undanförnu ári
til annars en til bifreiða, eiga rétt til
endurgreiðslu á innflutningsgjaldi af ben-
zíni. Þeir, sem minna hafa notað, eiga
ekki rétt á endurgreiðslu.
3. gr.
Hver notandi fyrir sig sæki um end-
urgreiðslu af því benzíni, er hann hefir
sjálfur notað.
Endurgreiðslubeiðni skal stíluð til fjár-
málaráðuneytisins og undirrituð af not-
anda sjálfum og tilgreind staða hans og
heimilisfang, götunafn í kaupstöðum.
Skal í beiðninni standa, hve margir lítrar
benzíns hafi á árinu verið notaðir til
annars en til bifreiða, til hverra ngtja
það hefir farið, og ef um notkun til
fleira en eins er að ræða, hve mikið af
benzíni hafi farið til hverrar um sig.
Ef um er að ræða notkun til bijvélar,
ber að tilgreina tegund hennar (verk-
smiðjunafn) og hestafl svo og notkun-
artima. Beiðnum skal, eftir því sem við
á, fylgja þessi gögn: 1. Ef benzlnið er
keypt innanlands, kvittaður sölureikn-
ingar. Nú er sölureikningur ekki greidd-
ur, og skal seljandi þá votta á reikning-
inn, að benzínið sé kaupanda selt og sé
hans eign, en honum lánað söluyerðið.
2. Ef notandi hefir flutt benzínið inn
sjálfur, vottorð lögreglustjóra í því um-
dæmi þar sem inn er flult, um það og
greiðslu innflutningsgjalds af þvi. 3. Yott-
orð lögreglustjóra eða hreppstjóra í því
umdæmi þar sem benzínið hefir verið
notað, um að notkunin hafi farið þar
fram og hve langan tíma af endur-
greiðsluárinu, sbr. 2. gr.
Ef vísvitandi rangar skýrslur eru í
endurgreiðslubeiðnum eða vottorðum,
fer um það eftir 156. gr. hinna almennu
hegningarlaga.
4. gr.
Endurgreiðslubeiðnir má senda beint
til fjármálaráðuneytisins. Utan Reykja-
víkur má og senda þær til lögreglu-
stjóra í því umdæmi þar sem beiðandi
býr, og afgreiðir lögreglustjóri þær síðan
til fjármálaráðuneytisins, en það sendir
honum svo endurgreiðsluna til útborg-
unar þeim sem i hlut á.
Ef beiðandi óskar eftir að endur-
greiðslufjárhæðin sé hans vegna greidd
öðrum en honum sjálfum, ber honum í
endurgreiðslubeinðni sinni að tilgreina
nafn og heimili manns þess eða stofn-
unar, sem á að taka við endurgreiðslu-