Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 11
ÆGIR 177 Eftir mannskaðaveðrið 7.-8. febrúar 1925, þegar »Leifur heppni« fórst, ritaði undirritaður smágrein- i »Ægi«, 18. árg. bls. 55, þess efnis, að reist væri merki á velvöldum stað, til minningar um drukknaða sjómenn fyr og síðar. Þá hugmynd átti loftskeytastöðvarstjóri Frið- björn Aðalsteinsson, sem átti tal við undirritaðan um málið. Greinarstúfurinn bar lítinn árangur, en þó var þetta fært i tal við menn. Þeir einu sem sinntu þessu voru Akra- nesingar, sem að líkindum væru fyrir löngu búnir að reisa minnismerki, hefði ekki skipulagning gatna kauptúnsins hamlað vali staðar þess, sem ákjósanleg- astur þykir, þar sem minnismerkinu væri fyrir komið. Sömuleiðis átti undir- ritaður bréfaskifti við prest þeirra, nú ráðherra Þorstein Briem, um málið, því áhugi var vaknaður og er ekki sofnað- ur enn. Hinn 27. maí s.l. var hér jarðað sjó- rekið lík, sem enginn þekkli og auglýst áður í blöðum, að minningarhátíð færi fram í Frikirkjunni er jarða skyldi nefndan dag, og þess getið, að hér væri um óþekktan sjómanu að ræða. Flest höfum við lesið um og séð myndir af hinum fögru minnisvörðum yfir hinum óþekktu hermönnum úr stríðinu mikla; vitum við flest að á tilteknum degi eru blómsveigar lagðir á fótstalla þeirra frá stjórnum og þegnum landanna, sem virð- ingar- og þakklætisvott, ekki aðeins til hins eina manns, sem undir merkinu hvilir, heldur til allra, sem féllu fyrir fósturjörðina. Hinn 27. maí s.l. fór hér fram sorgar- athöfn er óþekktur sjómaður er til mold- ar borinn, en sú virðing var ekki sýnd hér, meðan athöfnin fór fram, að fánar almennt væru dregnir í hálfa stöng, ^þaö var bara sjómaður« sem verið var að jarða — og þá þurfti ekki að vanda sig, en þó var hér ástæða til, að bæjar- búar fjölmenntu við jarðarförina og létu virðingu sina í Ijósi með því að draga upp fána, engu síður en þegar y>óþekldur hermaðura er jarðaður. íslenzkir fiskimenn stríða við nátúru- öflin til að flytja björgina að landi, ekki 1 -4 ár, heldur 20—30 ár flestir þeirra og bardaginn er oft snarpur. Nú ættu Reykvikingar að sýna sjó- mannastétt landsins i heild þá virðingu að reisa minnisvarða á gröf hins óþekkta sjómanns og sem þakklætisvott fyrir öll þau handtök, sem sjómenn hafa innt af hendi, frá fyrstu tíð, fyrir land og hæjar- félög. Frá sjónum- eru flestir þeir pen- ingar komnir, sem varið hefur verið til bygginga og prýðis, og það eru sjómenn- irnir, sem náð hafa í verðmætið og flutt það á land. Við sjáum öll, að oft gefast tækifæri til að skreyta bæinn fánum og ber mest á því þegar eriendir gestir heimsækja okkur. Þá vinnst tími til eins og annars í sambandi við þær heimsóknir, en það er nú annað en þegar leifar óþekkts sjómanns eru til moldar bornar. Sveinbjörn Egilson. Nýtt eimskipafélag. Nýstofnað félag hér í bænum, h. f. Eimskipafélagið Isafold, hefur nýverið keypt eimskipið »Eduard« í Þýzkalandi. Skipið er smíðað árið 1921 hjá G. See- beck A/G í Geestemúude. Það er 997 br. smál. að stærð með 650 ha. vél. Skip- ið ber um 1100 smál. af fiski, en 1200 smál. af salti. Það verður skírt »Edda«. Skipstjóri þess er Jón Kristófersson. Skips- höfnin fór utan með Dettifoss 19. júlítij þess að ssekja skipið,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.