Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR
173
fjárhæðinni, svo greinilega, að ekki verði
um vilst.
Erindi um endurgreiðslur á innflutn-
ingsgjaldi af benzíni fyrir undanfarin
endurgreiðsluár, sbr. 2. gr., skulu vera
komnar til fjármálaráðuneytisins fyrir 1.
október ár hvert, í fyrsta sinni fyrir 1.
október næstkomandi. Ef beiðni er send
lögreglustjóra áleiðis til fjármálaráðu-
neytisins, skal hún hafa borist til lög-
reglustjóra fyrir 1. september ár hvert,
í fyrsta sinni fyrir 1. september næst-
komandi.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lög-
um nr. 84, 6. júlí 1932 og birt til eftir-
breytni öllum þeim, sem hluteiga að máli.
Fjármálaráöuneytið, 4. júlí 1933.
Ásgeir Ásgeirsson.
Páll Eggert Ólason.
Skýrsla nr. 2
Fiskifélags íslands, frá erindrek-
anum í Norðlendingafjórðungi,
Ég hef ferðast mikið um fjórðunginn
síðan ég gaf síðustu skýrslu, eins og
Fiskifélagið sér af ferðakostnaðarreikn-
ingi mínum, og skal ekki farið nánara
’íf í það hér. Ég mun, í lokaskýrslu
ttnnni, skýra frá ásigkomulagi deildanna,
eins og ég er vanur að gera við hver
aramót. — Þó á ég enn eftir að heim-
ssekja Þórshöfn, Raufarhöfn og Skaga-
ströndina. Þegar ég fór um Skagafjörð-
inn í vor, gat ég ekki farið lengra vestur
Vegna óhagstæðra ferða, þá ekki orðið
bilfært, en ég hef hugsað mér að skreppa
þangað vestur innan skamms, og sömu-
ieiðis til austurhafnanna þegar tækifæri
gefst hentugí til þess.
Ég veit ekki enn með vissu hve margir
bátar muni ganga til þorskveiða af Húna-
flóa, þar sem vertíð þar mun rétt í þann
veginn að byrja, en skýri frá því síðar.
Af Sauðárkróki og Skaganum að aust-
an, ganga 1 dekkaður vélbátur, 9 opnir
vélbátar og eitthvað lítið af árabátum
við og við, sem fiska aðallega til beima-
neyzlu. Afli til verkunar er þar orðinn
ca. 425 skpd.
Austan Skagafjarðar eru 14 opnir vél-
bátar og mun aflinn þar vera orðinn
um 400 skpd. — Við Skagafjörð eru
róðrar almennt stundaðir mjög stopult,
einnig á vélbátunum, og mikið af fiski
selst í sveitirnar. — Á Haganesvík er
engin útgerð í sumar.
Rá er komið að þeim stóra stað Siglu-
firði. Flest hafa gengið þaðan samtímis
14 skip og stærri vélbátar, 20 vélbátar
undir 12 tonnum og 12 opnir bátar. —
Allur afli þar er talinn að vera ca. 10800
skpd. frá ársbyrjun til júníloka. — Úr
Héðinsfirði er engin útgerð í þetta sinn.
Frá Ólafsfjarðarhorni og Kleyfunum
hafa gengið flest, 3 stærri og 11 minni
dekkaðir vélbátar og 19 opnir vélbátar.
Þar er aflinn talinn um 5300 skpd., er
sennilega eitthvað meiri, eins og reyndar
viða annarstaðar, því þar sem fiskurinn
ekki er veginn inn í hús til söltunar, er
venjulega áætlað heldur minna en meira,
þegar talið er fram til skýrslugerðar.
Við það verður ekki ráðið.
Af Dalvík og Upsaströnd hafa gengið
11 vélbátar undir 12 tonna stærð og einn
þar yfir (keyptur í sumar), 11 trillu-
bátar og 3—4 árabátar með köflum. Afl-
inn er þar talinn 3120 skpd.
Úr Hrísey hafa gengið 17 dekkaðir vél-
bátar og 12 opnir. Opnu bátarnir þó
ekki að staðaldri, allir. — Aflinn telst
vera ca. 3700 skpd.
Af Árskógsströndinni hafa gengið flest