Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1933, Side 16

Ægir - 01.07.1933, Side 16
182 ÆGIR Halldór Pálsson. Biðja vil ég Ægir fyrir nokkur minn- ingarorð um Halldór Pálsson útvegs- Halldór Pálsson útvegsbðndi. bónda í Heimabæ í Hnífsdal, jafnframt og mynd hans birtist í blaðinu. Halldór heitinn varð tæpra 55 ára, fæddur 14. maí 1878 í Hnífsdal, þar sem hann átti heimili alla æfi. Faðir hans, Páll Halldórsson var einn af helstu for- mönnum hér vestra á sinni tíð. Var hann af Arnardalsætt, sem er mjög fjölmenn hér við Djúp, en kona hans, Helga Jóa- kimsdóttir, sem er enn á lífi, er ættuð úr Pingeyjarsýslu. Eru nú aðeins tvö börn þeirra á lífi: Páll útvegsbóndi í Heimabæ og Margrét kennslukona, ógift. Látin eru, auk Halldórs, Jóakim útvegsb. og Sigríður kona Aðalsteins Pálssonar skipstjóra. Halldór vandist sjómennsku frá barns- aldri og gerðist ungur formaður. Hafði hann verið formaður samfleytt í 32 ár og ávallt úr Hnífsdal. Eftir lát föður síns tóku þeir bræður Halldór og Jóakim við útveg hans, gerð- ust formenn og skömmu síðar einnig Páll, yngsti bræðranna, en Jóakim lézt 1915, aðeins rúmlega hálf-fertugur. Pótti jafnan mikil gifta fylgja þeim bræðrum sem forráðamönnum skipa. Þeir tóku upp mótorvélar meðal hinna fyrstu hér um slóðir. Von bráðar reistu þeir Hall- dór og Jóakim stórt íbúðarhús, byggðu sjávarhús, ræktuðu út tún og bjuggu að öllu myndarlega um sig. Pótti Halldór heitinn, þegar á fyrstu formannsárum sín- um, bera af öðrum stéltarbræðrum sín- um hér um slóðir. Var hann löngum aflahæstur, eigi aðeins í sínni verstöð, heldur og við Djúpið. Völdust jafnan til hans dugandi menn, enda var sjósóknin stunduð af látlausu kappi, allt fram á síðustu ár. Þó var hann eðlilega tekinn að lýjast nokkuð, siðari árin. Hafði hann í vetur við orð að hætta sjómennsku á vetrarvertíðinni, að minnsta kosti. Varð það áform hans með öðrum hætti en menn grunaði. Halldór Pálsson var jafnan talinn hafa þá kosti, sem beztir eru hjá forráða- mönnum skipa og sjómönnum yfirleitt: snarræði, kjark og stjórnsemi. Hlekktist honum og aldrei á, fyr en hann hvarf með öllu hinn 28. marz siðastl. Hann hafði svo oft verið á sjó í stórviðrum, að þvi varð ekki trúað lengi vel, að bát- ur hans hefði týnst. Veður var að vísu hvasst um kvöldið og stórsjór sagður a lóðamiðum, en vissulega hafði hann oft

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.