Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 8
174 ÆGIll 3 dekkaðir bátar, 15 opnir vélbátar og 3 árabátar, þó ekki stöðugt. — Aflinn orðinn um 950 skpd. Á Hjalteyri og grennd eru 9 opnir vél- bátar, en ekki hafa þeir gengið stöðugt, og 4 árabátar, sem róið hefur verið með köflum. Þar hefur verið saltað ca.200 skpd. Héðan af Akureyri gengu 3 vélbátar til fiskjar, reru heimanað, þar til vertið byrjaði í Út-firðinum, þá hafa og gengið héðan og úr grenndinni 6 trillubátar, er saltað hafa að meira eða minna leyti. Hér hafa og lagt upp afla sinn, að nokkru, 1 línuveiðari og 7 vélskip, heima- alin. Auk þessa hafa 4 togarar lagt hér upp fisk til verkunar. 3 af þeim í eitt skií'ti og 1 tvisvar sinnum, ennfremur 4 línuveiðarar, vélskip; öli þessi skip sunnlenzk. — Mun afli þessa flota, sem hér er lagður á land, vera um 5500 skp. samtals. — Þá hefur mjög mikið af fiski verið flutt hingað til verkunar úr öðr- um veiðistöðvum. Er því atvinna við fiskverkun meiri nú, en oftast áður, hér á Akureyri. Úr Grýtubakkahreppi, þ. e. Kljáströnd, Grenivik og Látraströnd, ganga 10 vél- bátar, 5 — 6 trillubátar og eitthvað fátt af árabátum, inn á milli. — Aflinn er tal- inn að vera orðinn um 4000 skpd. Úr Flatey og Fjörðum ganga 13 opnir vélbátar og 1—2 árabátar. — Þar er talið að komið sé i salt 425 skpd. Frá Húsavík og Tjörnesi er talið að gangi 17 vélbátar og 5—6 opnir bátar, að einhverju leyti. — Aflinn er talinn að vera orðinn ca. 2100 skpd. Á Raufarhöfn og Sléttu eru 6 dekkaðir bátar og eitthvað af trillum, og árabát- um, en róðrar eru þar í byrjun og óvist hve margt af bátum verður látið ganga, sízt að staðaldri. Um það gef ég skýrslu siðar. — Sama sem enginn fiskur er þar kominn á land ennþá. Þá er að lokum Þórshöfn og Langa- nesið að vestan. Þaðan munu ganga 5 dekkaðir bátar, 6 opnir bátar og 3—4 árabátar, að einhverju leyti. — t*ar er talið, að ó land sé komið, um 150 skpd. Afli var allsstaðar fremur lélegur fram til aprílloka, enda ákaflega óstöðug veðr- átta, einkum til sjávarins, en með mai- mánuði skifti um til batnaðar með veð- ur og fór þá brátt að aflast. Mátti kalla að landburður væri af fiski í mai og framan af júni, á miðum Eyjafjarðar og Siglufjarðar, eins og Fiskifélagið hefur séð af aflaskýrslum mínum. Þar á móti hefur aflinn verið mjög rýr á austurmið- unum, smbr. Húsavík, með yfir 20 báta en ekki nema 2100 skpd. og Flatey með 14 báta, en aðeins 425 skpd. — í Þistil- fjarðar-verstöðvunum kemur aflinn venju- lega seint, svo vel getur vertíðin þar orðið dágóð um það lýkur, þó lítið sé enn komið á land. — Sama má segja um Húnaflóa, en þangað sækja Siglfirð- ingar ár eftir ár ágætisafla. Hafnleysið þar veldur því, að ekki er hægt að hafa þar sæmilega stóra dekkaða báta, er sólt geta lengra til, en litlu opnu bátarnir þar duga ekki til langræðis, nema í blíð- skaparveðrum, jafnvel þó þeir séu traustir og prýðisvel gerðir. Við Eyjafjörð eru menn nú almennt hættir róðrum, enda svo að segja fiski- laust upp á siðkastið. Eru þeir nú í óða önn að þvo og þurka fisk sinn. Tíðin hefur líka verið ákjósanleg til þeirra hluta, svo að segja í allt vor og sumar. Hér á Akureyri var auðvelt að hafa lok- ið verkun á mörg þús. skpd. fiskjar að þessu sinni, þegar fyrst var byrjað að þvo hér út fisk. Beitusild hefur aflast svo að kalla í allt vor, óvanalega jafnt og vel, hér á Inn-firðinum, og auk þess var mikið til af frosinni síld, sem kunnugt er. Hefur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.