Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.1933, Blaðsíða 19
ÆGIR 185 »lands, sem líklegir væru til þess að »taka þátt í væntanlegri fiskveiðasýn- »ingu í Reykjavik og leita undirtekta »og álits þeirra um sýningarmálið og »leggi stjórnin svör þessi ásamt tillög- »um sinum fyrir Fískiþing næsta«. 1 október það ár, voru send 350 um- sagnabréf, til fiskideilda, ýmsra félaga, útgerðarmanna og fiskimanna víðsvegar um land, þess efnis, hvort þeir væru hlynntir slíkri. sýningu. Átta svarbréf bár- ust félaginu og undirtektir voru það reik- andi í jafn þýðingarmiklu máli, að ekki þótti fært að halda lengra, enda kosta slíkar sýningar ærna peninga og fyrir- höfn. Hér hafa verið haldnar búnaðarsýn- ingar, iðnsýningar og fleiri sýningar, en langt í land virðist vera, þar til fiskisýn- ing hin fyrsta, verður haldin á þessu landi og ætti hún þó að eiga sér tilveru- rétt, engu síður en aðrar sýningar, sem hér er stofnað til, óhjákvæmanlegt er, að undirbúnings- timi verði langur til fiskisýningar og lítil von um framkvæmdir meðan fjárhagur landsins er bágur. Það eru nú liðin 12 ár siðan þetta mál lá fyrir Fiskiþingi og 15. febrúar 1922, var ákveðið að fresta því um óákveðinn tíma, einkum vegna þess, að þá kváðu við háværar og rétt- niætar kröfur, um að gæta hins ítrasta sparnaðar á öllum sviðum, og þótti því óverjandi að verja stórfé, eftir mælikvarða Fiskifélagsins, á næstu árum, til slíkrar sýningar, en um leið og sú ákvörðun var gerð, voru starfsmenn félagsins á- öiinntir um að gleyma ekki málinu og gera sitt til að hrinda því áleiðis þegar betur áraði. Nú kveða við hinar sömu sparnaðarkröfur og lítil von um sýningu hin næstu ár, en það ætti ekkí að gleyma því með öllu, að hugmynd um fiskisýn- ingu hefur komið fram fyrir 12 árum, þótt ýmislegt hafi heft framkvæmdir. 21. júlí 1933. Svb. Egilson. ítalski flugleiðangurinn. Hinn 1. júlí sl. lögðu hinar 25 flug- vélar af stað, sem taka átta þátt i hóp- flugi þvi, sem fyrirhugað hafði verið, með viðkomustöðum í Hollandi, Londonderry á írlandi, íslandi, Ameríku og þaðan beina leið til Italíu. Flugmálaráðherra Balbo stjórnaði ferðalaginu. Ein flugvél- in ónýttist og voru þær því 24, er hing- að komu. Lagt var af stað frá flughöfninni Orte- bello á ítaliu og flogið til Hollands hinn 1. júlí, þaðan til Londonderry, en vegna þess að veðurútlit var ekki golt, var ekki lagt af stað þaðan fyr en fyrri hluta dags hinn 5., flogið til Reykjavíkur á 6 stund- um hinn sama dag og allur hópurinn var lagstur við festar á Kleppsvík á sjö- unda tímanum, Er flugvélarnar fóru yfir bæinn, sem var fánum prýddur, blésu skip þau, sem á höfninni voru, og fjöldi bíla fór með móttökunefnd og bæjar- búa inn að Vatnagörðum. Balbo steig á land laust fyrir klukkan sjö og tók for- sætisráðherra Ásgeir Ásgeirsson fyrstur móti honum á bryggjunni og bauð hann velkominn. Héldu svo flugmennirnir til borgarinnar og var þeim þar allur sómi sýndur sem skyldi. Italia er gamalt við- skiptaland Islands og móttökur þær, sem Balbo og menn hans fengu hér, ættu fremur að styrkja en veikja að þau við- skipti gætu haldist. Morguninn 12. júlí Iögðu flugvélarnar af stað í bezta veðri og flugu til Labra-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.