Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1933, Page 18

Ægir - 01.08.1933, Page 18
204 ÆGIR af Evrópu og við Grænland, var fremur litill, síst meiri en 1931. 1 Barentshafi var hann í meðallagi og um sumarið var svo lítill ís þar í NA-hafmu, að (rúss- neskt) skip sigldi — í fyrsta sinn — kringum Franz Jósefsland. Við Bjarnar- ey og Spitsbergen var heldur ekki mikið um ís og allt sumarið íslaust við SV- strönd Spitsbergens. Við A-strönd Grænlands var ísinn í heild tekið nokkuð meiri en árið áður, en þó ekki í meðallagi, eins og stykkja- línurnar á korlunum sýna. Við norðan- verða ströndina var breidd issins nokk- urn veginn vanaleg i maí— júlí, en frá byrjun ágústmánaðar var mun minni ís en vanalega, og frá Scoresbysundi og alla leið til suðurodda landsins, var svo að segja enginn »stórís«, aðallega borg- arísjakar á stangli; eins var í Grænlands- hafl. Hraði stóríssins hefur verið mæld- ur undanfarin ár á þessu svæði og hef- ur hann reynzt 5,5—9,2 sjóm. á sólar- hring, nokkuð misjafnt eftir þvíhvarvið ströndina það var. — Við V-ströndGræn- lands sunnanverða var ekki mikill vetr- aris og vesturísinn ekki meiri en vana- lega. 1 marz sást hann frá Egedesminde. Hvenær stórísinn kom fyrst fyrir Hvarf, sáu menn ekki, en 10. marz var hann kominn. Annars var mjög lítill stórís við SV-ströndina þetta ár, en borgarís álíka og vant er. Á Newfoundlands bönkum var all-mik- ill ís; flatísinn fór að sýna sig þar í febr. og borgarísinn í marz. í maí var mikið af borgarís á austurbrúnum bankanna. Við Island var töluvert ísrek um vet- urinn. Um miðjan febr. sást hann út af Hornströndum. 1 lok mánaðarins rak hann austur með Norðurlandi og var við Grímsey 23. marz; síðar komsthann austur að Sléttu og í 1. viku marzmán. lá hann alla leið frá Dýrafjarðarmynni og austur að Langanesi og eitthvert hrafl af honum var að reka um Norðurflóann allan apríl og jafnvel eitthvað í mai (höf. sá hann á Hólnum í Álsbrún í maí). Hann rak öðru hvoru inn að annesjum og inn á firði, en það var að einsstrjál- ingur og aldrei var hann svo þéltur, að hann tefði skipaferðir verulega eða hindr- aði þær að fullu, enda var meginísinn ávallt langt úti; þelta sem kom inn und- ir landið var að eins hraflið, sem oft er samfara meginísbreiðunni, eins of for- boðar hennar. Um sumarið var islaust. Yfirleitt hefur árið 1932 verið enn eitt ísleysisárið á þessum slóðum, hið 8. í röðinni. Sjávarhitinn við ísland var í heild sinni nokkurn veginn eftir hætti. f*ó var hann hár við NV, N og SA, en lágur við SV í febr.; hár við NV—N og lágur við S í apríl; hár við SV—V og við NA í maí; hár yfirleitt i júni, einkum við NA; nokkuð hár yfirleitt í ág,; hár við SA, lágur við S í sept. og hár við NV—N í desbr. Alhs.: Ef hitinn ersagður nokkuð annað hér, en i »Veðráttunni« (skýrslu veðurstofunnar), pá er pað af pví, að mælingar pær, sem pess- ar tölur byggjast á, eru gerðar úli á rúmsjó, á vanalegum skipaleiðum eða Iengra úli, en mælingar veðurstofunnar eru gerðar uppi við fjörur. D. Sæm. Lindbergsflugið. Hinn 15. ágúst kom fluggarpurinn Lind- berg ásamt konu sinni í flugvél frá Græn- landi og settist fram af Vatnagörðum við Viðeyjarsund kl. rúmlega 19. Hafa þau hjón verið við ýmsar athuganir á Græn- landi í sumar og munu þær standa í sambandi við ílugleiðir, sem verið er að rannsaka. Lindbergshjónin dvöldu nokkra daga í Reykjavik og fóru aftur hinn 22. ágúst og héldu til Kaupmannahafnar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.