Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 3

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 3
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 26. árg. Reykjavík. — September 1933. Nr. 9. Húsnæöi Fiskfélags íslands. Hornsteinninn lagður 12. september 1933. Að Fiskifélag íslands hafi skrifstofu, sézt fyrst í 1. tbl. Ægis 1912, þar sem eftirfarandi auglýsing stendur: »Skrifstofa Fiskifélags Íslands verður opnuð innan skamms í Templarasundi og verður úr því opin að minnsta kosti 2 tíma á dag, á þeim tíma sem síðar verður ákveðinn. Öll bréf eða fyrirspurnir stílaðar til stjórnarinnar, eiga að sendast til skrif- stofunnar, enda verður formaður fé- lagsins eða einn úr stjórn þess til við- tals fyrir þá, sem þess óska, þann tíma sem hún er opin«. (Þá var skrifstofan í kjallara). 1 októberblaði 1913 er auglýst aðskrif- stofan sé i Þingholtsstræti nr, 25 og þá opin kl. 5—6 síðdegis. Þar var hún í einu herbergi. Hinn 14. maí 1915 er skrifstofan ílutt i norðurenda efri hæðar hússins nr. 4 i Lækjargötu og tvö herbergi leigð, annað H1 fundahalda og daglegra starfa, en hitt tyrir bækur og blöð, sem félaginu hafði borist og bárust öðru hvoru. Þau her- bergi voru köld og komu þau óþægindi mest í ljós frostaveturinn 1918. Miðstöð var þar engin og ofninn hafði ekki við að framleiða þann hita sem nægði. í nefndu húsi var skrifstofa félagsins þar til 5. ógúst 1921, að hún var flutt í hið nýja hús Eimskipafélagsins. Þar fékk Fiskifélagið eitt stórt herbergi og geymslu uppiá efstalofti, urðu herbergin síðar tvö, er þrengsli urðu svo, að til vandræða horfði. Þaðan voru skrifstofur fluttar í hið nýja Landsbankahús, síðast í júlí 1926; voru herbergi í byrjun 3, en síðar urðu þau 6, er fiskifræðingur og vél- fræðingur tóku til starfa og urðu hvor að fó herbergi, sem þó brátt urðu ónóg. Fiskifræðingur varð t. d. um tíma að leigja kompu úti í bæ til sinna rann- sókna og vélfræðingur var í hinpm mestu vandræðum oft og einatt, þegar hann var að undirbúa námskeið og meðan á þeim stóð ; brunatryggja varð sérstaklega hús þau, sem hið verklega var kennt í og marga erfiðleika var við að striða. Eins og sést á eftirfarandi ræðu ráð- herra Magnúsar Guðmundssonar, þar sem bj'ggingarmálinu er lýst ítarlega, þá samþykkti Fiskiþingið 1932, að verja fé úr sjóði félagsins til hússmíðis eða húsa- kaupa. Menn þeir, sem tilnefndir voru stjórn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.