Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 20
226 ÆGIR Tvisvar varð að nauðlenda annarstað- ar en á flugvellinum. 1 bæði skiftin vegna villu. Fyrra sinnið var þegar Boscb flug- maður varð að lenda suður á Vatns- leysuströnd (á Auðnum) 29. des. siðastl. Hann viltist í útsynningséli uppi í hálofti, sem hélst alla leið niður að jörð, og var kominn út yfir sjó, þegar hann sá til jarðar. Flaug hann svo um hríð, að hann sá ekkert til lands. En þegar hann tók land — á Vatnsleysuströndinni — var bensín- forði hans svo á þrotum, að hann sá engan kost annan, en að lenda þar, sem hann var kominn. Tókst lendingin svo illa, að flugvélin stakst kollhnísu og brotnaði af henni aunað hjólið, skrúfan og efri vængurinn, en flugmaðurinn hékk í öryggisólunum með höfuðið niður. — Slapp hann þó án nokkurrar skrámu og rækti starf sitt næsta dag, eins og ekkert hefði í skorist. Síðara skiftið nauðlenti hann á túninu á Miðfelli í Þingvallasveit; það var 21. maí í vor. Var sú lending gerð til að »spyrjast til vegar«. Flug- maðurinn var villtur, vegna þess, að lokast hafði fyrir jarðsýnina meðan hann var uppi og vindstaðan í hálofti er oftast Ónnur en niðri við jörðina, — stund- um hafa flugmennirnir lent í ofsaroks- strengjum í háloíti. Þegar lygnt hefur verið á jörð niðri, eða öíugt, — svo að ekki er unnt að halda stefnunni eða ákveða afstöðuna, þó stýrt sé eftir átta- vita, því að »afdriftin« er óúlreiknanleg, í þetta sinn gekk lendingin ágætlega, þó að svigrúmið væri ekki stört (50—60 m.) og þegar flugmaðurinn hafði feng- ið leiðbeiningu um stefnuna til Rvíkur, hjá bóndanum þar — sem flugmaðurinn sagði, að talaði ágætlega ensku —, hóf hann sig til flugs af sama stað, og var lentur á flugvellinum hér 20 mín. síðar. — Þó að svo giftusamlega tækist í bæði þessi skifti, blandast víst fáum hugur um það, að flugmaðurinn hefur verið í mikilli bættur staddur. Er líklegt, að flugfimi hans og hamingja eigi jafna hlut- deild í hinum giftusamlegu endalokum. Tvær langflugferðir voru farnar, til að leita að tveim útlendum fiskiskipum, sem fórust hér við land síðastl. vetur. Var flogið í fyrra sinnið vestur á Snæfellsnes og alla leið kringum Jökul. 1 siðara skift- ið var flogið austur með Söndum. — Leitirnar báru engan árangur. Rannsóknirnar hér beindust aðallega að því þrennu, að mæla rakamagn lofts- ins, hitastig og vindhraða, alt frá yfir- horði jarðar og upp í 5000 m. hæð a. m. k. Sendu þeir daglega skeyti um þetta til miðstöðvar heimskauts-rannsóknanna í Paris. Ekki er unnt að segja enn, hvert gagn visindunum verður að rannsóknum þessum, en gera má ráð fyrir, að margt merkilegt komi í ljós, þegar bornar eru saman skýrslur frá hinum ýmsu rann- sóknarstöðvum, og ef til vill fást þá ráðningar á ýmsum visindagátum nú- tímans, sem enn eru óráðnar, — og þá er starfið ekki unnið fyrir gýg. Van Giessen lét það álit sitt í Ijósi, að ekki yrði haldið hér uppi flugferðum að vetri til, vegna þoku, myrkurs o. fl., einnig það, að oft gæti staðið svo á, að öruggara mundi að senda póst með skip- um en flugvélum, því þótt skipin væru rúma 4 daga yfir Atlantshaf, en flugvélar tvo, gætu tafir þeirra orðið svo, að þær yrðu seinni en skipin til ákvörðunar- staðarins. Hollendingarnir og fjölskyldur þeirra sigldu með »Lyra« hinn 14. september. Áskrifendur Ægis eru vinsamlega beðnir að tilkynna af- greiðslunni bústaðaskipti í Box 683.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.