Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 7

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR 213 yfir markaðshorfur þessarar vöru í ýms- um löndum. í þessu sambandi ber þó að geta þess, að fiskimjölsiðnaður er víðast hvar svo ungur, að nákvæmar skýrslur um framleiðslumagn, tölu og stærð verksmiðjanna o. s. frv. eru enn mjög af skornum skamti. Heimildir þær sem ég hefi, eru því sumpart blaða- og tímaritsgreinar, en þó sérstaklega skýrsl- ur tvær, sem verzlunarráðuneyti Banda- rikjanna hefur safnað um þetta efni. Þgzkaland. Hagskýrslurnar þj7zku segja ekki til um það, hvað margar fiskimjöls- verksmiðjur eru í Þýzkalandi, en alment er talið, að þær séu nálægt tuttugu. Að- setur þeirra er í Hamborg, Cuxhaven og svo við Weserfljótið. Árleg framleiðsla er ca 13—15000 tonn fiskimjöls og mun 35°/o af þvi vera framleitt í Hamborg, 30% í Cuxhaven og hitt við Weser. Þessi iðnaður er hér talsvert gamail, enda var Þýzkaland eitt við fyrsta land, sem í stórum stíl tók að nota fiskimjöl til skepnufóðurs. Sem stendur er og mark- aður fyrir fiskimjöl hér í Þýskalandi sá umfangsmesti sem enn er að finna í nokkru landi. Nolkun fiskimjöls hefur aukist hér mikið á síðari árum og mun breylt stefna í tollmálum að einhverju leyti vera völd að því. Hækkandi tollar á kornvörum gerðu bændum ókleift, i sama mæli og áður, að nota korn til skepnufóðurs. 1 þess stað var tekið að nota meira kartöflurog rófur. En nú hefur það komið í ljós, að sé t. d. svini gefið korn, þarf það að jafnaði allt að 25 °/o af eggjahvítuefnisríkum fóð- urbæti, sé það aftur á móti fóðrað á kartöflum og rófum er þessi fóðurbætis- skerfur talsvert meiri, eða nánar tiltekið ca. 40 °/o Þetta hefur orðið til að auka uotkun fiskimjöls stórkostlega, og það Því fremur sem fleslir bændur, sem í norður- og vestur Þýzkalandi fást við svínarækt, þekkja gildi fiskimjöls sem kraftfóðurs og kunna réttilega að fara með það. Hin mikla notkun fiskimjöls hér í Þýzkalaadi gerir það að verkum, að Þjóðverjar verða árlega að flytja inn mikið af þessari vöru. Tafla sú, sem hér fer á eftir segir til um innflutning þennan: Ár Tonn Milj. Mk 1923 .......... 6 302 » 1925 ...... 45700 » 1929 ........ 118 057 » 1930 ........ 103 544 33,1 1931 ......... 74 968 20,9 1932 ......... 78 834 13,6 Því miður greina verzlunarskýrslurnar þýzku ekki á milli þess mjöls, sem uot- að er til áburðar og þess, sem notað er til skepnufóðurs. Þó mun það láta nærri, að 90% af fiskimjölsinnflutningnum sé eingöngu notaður til hins síðarnefnda. Innflutningur sá, sem hér er sýndur kem- ur víða að. Megnið af honum, eða allt að 60% kemur frá Noregi, talsvert kem- ur og frá Bretlandi, og 1932 er ísland þriðji stærsti innflytjandinn. Fiskimjöls- verzlun okkar við Þýzkaland hefur auk- ist mjög hraðfara undanfarin ár, eins og sézt á því að árið sem leið fluttum við þangað 8 815 tonn gegn 7 349 tonnum 1929 og að eins 1 934 tonnum 1926. Þessi aukning fiskimjölsútflutnings okkar til Þýzkalands er því merkilegri, sem víð höfum, að því er virðist, unnið fótfestu á þýzka markaðinum á kostnað keppi- nauta okkar, að minnsta hefur fiskimjöls- útflutningur allra annara landatil Þýzka- lands hrakað mjög síðustu 2 árin. Gæti slíkt bent á gæði íslenzka fiskimjölsins. Það væri mikils umvert fyrir alla út- flytjendur, ef hægt væri að segja með vissu, úr hvaða hráefnum fiskimjöl það, sem selzt á þýzka markaðinum er unnið. Með slíkri þekkingu má betur taka tíllit til óska kaupenda og haga framleiðsl-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.