Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 11
ÆGIR
T
217
er því harla mikill, eða nánar tiltekið
sá, sem hér segir:
Ár Síldarmjöl Fiskmjöl úr öðru en sild
1929 56 899 tonn 25 299 tonn
1930 48 263 — 20 238 —
1931 29 554 — 17 064 —
1931 er talið, að þessi útflutningur hafi
farið sem hér segir: 119 tonn til Svíþjóð-
ar, 1816 tonn til Danmerkur, 35 973 til
Þýzkalands, 6 956 tonn til Hollands, rúm
800 tonn til Belgiu og ca. 1000 tonn til
annara landa. Allur útflutningur fiski-
mjöls frá Noregi er að mestu í höndum
*veggja aðilja: Sildeoljefabrikernes Salgs-
central, Stavanger og Nordnorges-Silde-
oljefabrikes Salgskontor, Oslo. — Sölu-
skipulag þetta hefur að sögn gefist vel,
einkum að því leyti, að með því hefur
tekist að koma í veg fyrir að einstakir
framleiðendur undirbjóði hver annan og
hafi á þann hátt ill áhrif á verðlag fiski-
mjöls almennt. Undanfarin 2 ár hafa
Norðmenn kvartað mjög undan sam-
keppni af hálfu okkar íslendinga og Jap-
ana. Utflutningstölurnar beraþaðogmeð
sér, að eitthvað hefur þrengst um á hin-
um erlendu mörkuðum.
Japan. Árið 1931 var talið. að rúm 1
rniljón manns hefði atvinnu við fiski-
veiðar í Japan. Aflinn var þetta samaár
virtur á 150 000 000 Yen. Þessi mikla út-
gerð sýnir vel, að mikil skilyrði eru þar
i landi fyrir fiskimjölsiðnað í stórum
stíl. Það hefur tíðkast lengi að nota fiski-
úrgang til áburðar, en það er ekki fyr
en eftir ófriðinn mikla, að Japan byrjar að
framleiða fiskimjöl til skepnufóðurs. 1926
voru þannig framleidd 12 469 tonn fiski-
mjöls gegn 24000 tonnum 1930, og talið
er að framleiðslan hafi aukist enn meira
siðustu 2 árin. Útflutningur fiskimjöls frá
Japan er og einnig tiltölulega nýtt fyrir-
brigði. Árið 1930 eru flutt út ca 12000
tonn, þar af 9000 tonn til Bandaríkjanna
(mest svo kallað sardínumjöl). Mér er ó-
kunnugt um úlflutning síðustu tveggja
ára — en líklegt er, að hann hafi auk-
ist ekki allóverulega. Úað má gera ráð
fyrir að Japan auki mjög fiskimjölsfram-
leiðslu sina er fram líða tímar og komi
þá á þessu sviði fram á heimsmarkað-
inn sem harðsnúinn og voldugur keppi-
nautur.
Vandamál íslenzka fislrimjölsiðnaðarins.
Hér að framan hefur verið gefið stuttog
ófullkomið yfirlit yfir fiskimjölsfram-
leiðslu og fiskimjölsverzlun nokkurra
landa, án þess þó að athuga sérstaklega
skilyrðin fyrir sölu islenzks flskimjöls á
þessum mörkuðum, Tilgangurinn með
þessu yfirliti var samt sá að benda á,
hvar aukinna fiskimjölsmarkaða væri
helzt að vænta i framtíðinni, því að fast-
lega má gera ráð fyrir, að þessi iðnaður
eigi eftir að aukast enn mikið heima. Til
að gefa ofurlitla hugmynd um vöxt og
viðhorf þessa unga atvinnuvegar heima
á íslandi, fara hér á eftir nokkrar tölur,
sem sýna útflutning fiskimjöls okkar
undanfarandi ár:
Árið 1927 8 790 tonn fyrir 2 940 000 kr.
» 1928 10 136 - — 3 067 000 —
» 1930 11 633 — — 3 306 000 —
» 1931 12 357 — — 2 908 000 —
» 1932 13 611 — — 2 611 000 —
Helztu markaðslöndin 1930:
Pýzkaland 8 635 tonn
Noregur 1 693 —
Japan 880 —
Holland 155 —
Bandarikin 100 —
Án þess að vilja spá nokkru um fram-
tíðarmöguleika íslenzka fiiskimjölsiðnað-
arins, þá mun óhælt að fullyrða, að það
séu einkum þrjú atriði, sem þeir sem
að þessum iðnaði standa verða í fram-
tiðinni aðallega að taka tillit til. Fyrsta