Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 12
218 ÆGIR atriðið er erlendu markaðirnir. Hér kera- ur sérstaklega til greina að búast raá við harðri samkeppni, einkum af hendiNor- egs, Bretlands og Japan, á þeira mörk- uðum, sem við þegar höfum unnið fól- festu á (t. d. í Þýzkalandi). Takmarkið verður að vera hér, að við höldum að minnsta kosti þvi, sem við þegar höfum unnið. í sambandi við þetta markaðs- atriði kemur og til greina að búast má við, að neyzla fiskimjöls aukist mjög í þeim löndum, sem einhverja penings- rækt hafa að ráði. Hér verðum við og einnig að kappkosta að afla nýrra verzl- unarsambanda og skapa markaði fyrir aukna íiskimjölsframleiðslu okkar. Lönd þau, sem hér koma til greina eru Hol- land, Bandaríkin, Sviss, Tékkóslóvakía, Austurriki, Pólland og Danmörk, auk nokkurra annara. 1 Hollandi eru sér- staklega góðar horfur fyrir aukna fiski- mjölssölu — en einnig í Danmörku má gera ráð fyrir því að notkun fiskimjöls sem fóðurbætis aukist mikið. Undir þetta fyrsta atriði fellur og ennfremur dálítið annað: Sem stendur er annar stærsti fiskimjölsmarkaður okkar í Noregi, eins og taflan hér að framan sýnir. Hér er að mörgu leyti um varhugaverðan mark- að að ræða, því ekki má gleyma að ekkert er notað af þessu islenzka fiski- mjöli í Noregi sjálfum, heldur er það sent áfram eitlhvað út í heim. Hættan sem í þessu liggur er sú, að ef eitthvað þrengist um sölumöguleika norska fiski- mjölsins, þá mun slíkt fyrst og fremst koma þannig niður á okkur, að Norðmenn hætta að kaupa islenzkt fiskimjöl og hugsa fyrst um að selja sína eigin framleiðslu. Auk þessa fáum við hærra verð fyrir þessa vöru okkar, ef við getum selt hana beint þangað, sem hún er notuð, án milli- liða í Noregi. Norski fiskimjölsmarkað- urinn er okkur að sjálfsögðu mikils virði — en hann er ekki eins traustur og t. d. þýzki eða hollenzki markaðurinn. Þetta eitt ætti að nægja til að íslenzkir fiskimjölskaupmenn eftir megni, kapp- kosti að beina útflutningi þessum inn á öruggari brautir. Það mun óþarft að taka það fram, að í baráttunni, eða þeirri samkeppni, sem verður um hina ein- stöku markaði, duga ekki önnur vopn en vöruvöndun og samkeppnishæft verð annarsvegar og nærgætni við óskir kaup- enda hins vegar. Annað atriðið, sem fiskimjölsframleið- endur heima verða að hafa bugfast og keppa að, er myndun öflugs innanlands- markaðs fyrir fiskimjöl. Allt fram að þessu hafa bændur á Islandi notað lítið af fiskimjöli til fóðurbætis — en aftur á móti er flutt inn árlega á annað þúsund tonn af ýmiskonar fóðri. Hér er um af- armikið og vandasamt verkefni að ræða, sem ekki verður leyst »isolerað« eða með auglýsingastarfsemi einni saman. 1 raun- inni er hér að eins eitt sem hjálpar, nefnilega viturleg »pólitík«, sem kapp- koslar að »innstilla« landbúnaðinn og fiskiveiðarnar meira hvort á annað og skapa meira samræmi milli atvinnuveg- anna en hingað til hefur verið. Það er fásinna að ímynda sér, að kaupgetulitlir og skuldugir bændur auki fóðurbætis- kaup sín að miklum mun, ef að þeir eru í vandræðum með að selja afurðir sínar. Skilyrðin fyrir auknum fiskimjöls- markaði á íslandi eru þvi, eins og nú er ástatt í heiminum, að talsverðu leyti komið undir því, að markaður fyrir aí- urðir landbúnaðarins geti aukist í land- inu sjálfu. Þriðja og síðasta atriðið, sem ég vil benda á í sambandi við vandamál ís- lenzka fiskimjölsiðnaðarins, snertir aðal- lega »teknisku« hlið hans. Fiskimjöls- iðnaðurinn er almennt enn á þróunar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.