Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.1933, Blaðsíða 10
216 ÆGIR og 1928 flytja þeir þegar iit nálægt 30 þús. tonn. Enn er samt notað talsvert af íiskimjöli í Bretlandi, eins og sést bezt á því, að árið 1931 er talið, að heildar- framleiðsla hafi verið ca. 62 þús. tonn. Megnið af þessu er svo kallað »\vhite- fish-meal«, en svo kalla Bretar fiskimjöl það, sem framleitt er úr sæmilegum úr- gangi (hausum og hryggjum), óskemmds fiskjar, svo sem kola, þorsks o. s. frv., auk þessa úr heilum fiskum, efþeirein- hverra ástæða vegna ekki eru nolaðir til manneldis. Undanfarin 3—4 ár hafa menn lagt mikla rækt við að endurbæta fiskimjölsframleiðsluna. Nýjar vélar hafa verið teknar til notkunar, bættar fram- leiðsluaðferðir hafa verið reyndar o. s. frv. Samfara þessu hefur og verið unnið að því að auka innanlandsmarlcaðinn. Aðferðinni, sem við þetta hefur verið beitt, er einkum auglýsingastarfsemi, sér- staklega hefur verið lagt kapp á að fræða bændur um gildi fiskimjöls sem kraftfóðurs og við nokkra bændaskóla hefur nemendum verið kennt að gefa fiskimjölið í réttum hlutföllum við ann- an fóðurbætir. Ennfremur fer það og f sömu ált er framleiðendur reyna að tryggja gæði þessarar vöru, með því að gefa út reglugerð, sem segir fyrir um, hvaða efnahlutföll markaðshæft white- fish-meal verður að liafa. Lágmarkið, sem selt hefur verið er á þessa leið: að minnsta kosti 55°/o af eggjahvltuefni, ekki fyrir neðan 16% af phosphorsúru kalki, filuinnihald ekki yfir 5°/o, og salt enn- fremnr ekki yfir 4%. Sagt er að belztu framleiðendurnir tryggi samt miklu betri efnasamsetningu vöru sinnar (t. d. 64°/o af eggjahvítuefni, 18% af kalki, fifu að eins 2°/o o. s. frv.). — Að öllu þessu at- huguðu má gera ráð fyrir, að notkun fiskimjöls muni aukast talsvert er fram líða tímar í Bretlandi. Fyrir skömmu gaf búskaparnefnd ein, sem rannsakað hef- ur þessi mál, útskýrslu um, að það mætli skapa markað í Bretlandi, sem gæti tek- ið við 400 þús. tonnum fiskimjöls ár- lega, ef hægt væri að vinna bug á and- úð bænda gegn fiskimjöli, og fá þá til nota það í réttu hlutfalli við annan fóð- urbætir. Hér skal ekki dæmt um það, hvort tala þessi er of hátt áætluð, en jafnvel þó svo sé, þá er hún samt harla athyglisverð fyrir okkur íslendinga, og það því fremur, sem gera má ráð fyrir, að það sé ekki í Bretlandi einu, að auka megi fiskimjölsmarkaðinn með viturlegri auglýsingastarfsemi og hagnýtri fræðslu. Noregur. Noregur er einn mesti fiski- mjölsframleiðandinn í heimi. Fram- leiðsla fiskimjöls hefur vaxið þar mjög ört, enda eru framleiðsluskilyrði öll hin beztu. 1908 eru að eins fjórar verksmiðj- ur í öllu landinu, 1931 eru þær yfir 100. Lega þessara verksmiðja er þannig, að 30 liggja fyrir norðan Þrándheim, 40 milli Brándheims og Bergen og 30 fyrir sunnan Bergen, sérstaklega nálægt Stav- anger. Hið nána samband, sem er á milli útgerðarinnar og fiskimjölsiðnaðarins, gerir aðgang að hráefnum öllum mjög greiðan, enda er látið mikið af gæðum norska fiskimjölsins. Mikill hluti þess mjöls, sem framleitt er í Noregi erunn- ið úr síld eingöngu. Þetta mjöl, sem hér er um að ræða, er að jafnaði flokkað í þrennt og fer flokkunin eftir seltuinni- haldi vörunnar. Sá flokkur. sem inni- heldur minnst af salti er talinn vera sá verðmesti. Kostur er það og við norska slldarmjölið, að talið er að það innihaldi frekar lítið af vatni, og fitumagn þess er einnig tiltölulega lílið. Markaður fyrir fiskimjöl er lítill heimafyrir, þvi að tal- ið er, að jafnaði sé ekki notað meira en 10% af heildarframleiðslunni í landinu sjálfu. Útflutningur fiskimjöls frá Noregi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.