Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1934, Qupperneq 3

Ægir - 01.04.1934, Qupperneq 3
Nr. 4. ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 27. árg. Reykjavík. — Apríl 1934. Litur á mótorbátum, trillubátum o. fl. I vetur ritaði ég smágrein um lit báta almennt og kom henni í eitt af dagblöð- um bæjarins. Ástæðan var sú að mér blöskraði að horfa á sjómennina okkar velja þann litinn á fleytur sínar, sem likastur var sjónum og þokulofti, svo þeir hlutu að verða lítt sýnilegir á hafi úti. Þeir sem hlusta á veðurfregnir í út- varpi, hafa tekið eftir því, hve oft Slysa- varnarfélagið sendir skeyti til skipa, sem er hón um, að þau gefi bát eða bátum þeim auga, sem ekki hafa náð landi um leið og aðrir bátar og bið eftir fréttum frá þeim, fer að þykja löng. Þegar slik skeyti eru send út, meina þau oftast meira en að gefa bátum auga og veita þeim aðstoð. Með beiðninni er einnig meint, að skip fari að leita að bát. Þá áskorun þarf, að öllu jöfnu, ekki að birta, því sjófarendur eru oftast fljótir til að veita félögum sínum i hafsnauð, alla þá hjálp, sem auðið er og í því innifalið að hefja leit. Sama má segja um þá, sem hefja leit úr landi að bátum sem vantar. Öllum kemur það bezt, að bátar finnist sem fyrst og árangur verði sem beztur. Hvers vegna á þá að vinna gegn því, ttieð því að Iita bátana þannig, að þeir sjáist sem verat? Dökkgrár og dökkgul- ur litur gerir fleytur, í dimmviðri, mjög líkar að lit sem himinn og haf og þegar þar við bætist, að möstur, bómur og gafflar, eru með sama lit, getur hugsun- arleysið ekki komist lengra, það er met, nema, að formaður sé það hárviss, að aldrei komi það fyrir, að hann þurfi að- stoð á sjó. Þá biðjum vér fyrirgefningar á slettirekuskapnum, því þá varðar eng- an, nema hann sjálfan um, hvernig skips- skrokkur hans er á litinn og vilji hann auglýsa þekkingarleysi sitt á seglum og reiða á skipi sinu, þá getur enginn bann- að honum að mála möstrin frá hún nið- niður í kjölsvín; hann um það. Björgunarskútur eru nú efst á dagskrá. Viða er fésöfnun hafin og allir óska þess, að slíkar skútur héldu vörð við, sem flestar veiðistöðvar, eða á þeim svæðum þar sem mest er stundaður sjór. Búast má við, að nokkuð langt verði í land, þar til fjársöfnun meðal manna er orð- in sú upphæð, sem þarf til þess að greiða með björgunarskútu, komi fé ekki einn- ig annarsstaðar frá og ekki má gleyma, að eitthvað kostar að halda skútunni úti. Með góðum vilja getur þessi draumur ræzt fyr en varir, en finnst nú ekki mönnum, að einhver undirbúningur ætti að hefjast til þess að létta á starfi björg- unarskútu og til þess, að nauðstaddir fiskimenn geti notfært sér þá aðstoð, sem henni er ætlað að veita, á sem hagan- legastan hátt? Búast má við, að skipstjórar á björg- unarskútum, þegar þær koma, haldifundi með formönnum í veiðistöðvum og brýni fyrir þeim, hvernig þeir álíti, að fiski-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.