Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1934, Síða 5

Ægir - 01.04.1934, Síða 5
ÆGIR 91 að sér forystu á bát eða skipi allt upp að 60 tonnum. Sjóferðabókin skýrir rétt og satt frá að maðurinn hafi verið ráðinn á einn eða annan bát, í svo og svo langantíma og ekkert hægt að vefengja þar, þegar prófskírteini eru afhent, en þó má við þetta gera athugasemd. Á tuttugu tonna mótorbát eru t. d. lög- skráðir 11 fiskimenn. Af þeim fara fimm með bátinn, en sex eru á landi til að hirða þann afla, sem að berst. Að lok- inni vertíð, fer svo hver með sina sjó- ferðabók, sem sannar, að hann hafi ver- ið skráður á tiltekinn bát, tiltekinn tíma og skrifar ráðningarstjóri undir. Hafi nú einhver verið skráður á báta, í samtals 24 mánuði, verið á sjótrjánum í 16 mánuði, en við fiskhirðingu á landi i 8 mánuði, þá sést engin athugasemd um það í bókinni og á því er ekkiauð- ið að vara sig, þegar afhent eru skírteini, ef eigandi bókarinnar er þannig gerður að láti þess ekki getið þótt hann viti, að hann vanti siglingatíma, dirfska hans og kæruleysið svo, að hann hugsar að eins um að öðlast þau réttindi, sem veita honum atvinnu sem skipstjóra, þótt hann hafi ekkert til brunns að bera, sem ger- ir hann færan til sliks starfs, nema það eitt að drasla einhvernveginn út lóðinni °g draga hana inn. Hér er eitt atriði, sem félagsskapur formanna gæti lagað °g þeir gætu á fundum sinum, leiðbeint ungum byrjendum í svo ótal mörgu, sem þeim gæti orðið að liði á sjó. í veiðistöðvum erlendis, eruformanna- félög víðast hvar og er sárt til þess að vita, að ekkert í þá átt sé hér meðal for- manna mótorbáta. Slík félög hafa nóg verkefni, því þau vinna bæði að sínum e'gin og annara hagsmunum. Þau hafa a dagskrá slys, sem fyrir koma úr veiði- stöðinni, kryfja til mergjar ástæður til þeirra og reyna að lagfæra búnað báta svo, að ekki megi því um kenna er næsta slys verður, að ekkert hafi verið gert. Geti slík formannafélög þróast er- lendis, því skyldu þau ekki geta þróast hér, þar sem mörgu fleiru þarf aðkippa í lag, heldur en þar. Væru hér slík félög, myndu þau án efa vinna að undirbúningi til að taka á móti þeirri aðstoð, sem tilvonandi björg- unarskútum er ætlað að veita bátum í nauð, svo skemmdir verði sem minnst- ar við skipshlið, og ýmislegt fleira í því sambandi, sem athuga þarf, því það er ekki svona út í loftið, þegar máske þjak- aðir menn, leggja að skipi í stórsjó ; á ég hér einkum við trillubátana opnu, sem að öllu athuguðu eru hættulegar fleytur, þótt nokkurnveginn hafi slarkað af til þessa, sem líklegast má þakka því, að á þeim hafa verið reyndir formenn, en þegar trillubátum fjölgar og ungling- ar fara að stjórna þeim, lítt reyndir sjó- menn, þá máske sannast mín orð, að trillubátarnir séu hættulegir — og engin vanþörf, að þeim fylgi það sem fylgja ber, í hverjum einasta róðri, sem farinn er. Pær mestu framkvæmdir til öryggis á sjó, auk skipaskoðunar rikisins, eru mó- tornámsskeið þau, sem Fiskifélag íslands hefur haldið nppi og styrkt um 20 ára skeið. Nokkur námsskeið hafa einnig, að til- hlutun þess, verið haldin, til að kenna mönnum sjóvinnu og hafa þau borið góðan árangur, en aðsókn verið fremur dauf og bendir til, að menn þykist ekki þurfa að læra neitt á því sviði, sem er mikill misskilningur, en má rekja til þess, að fiskimenn eru orðnir því svo vanir, að fyrir þeirra málum og fræðslu hefur ekki verið sá áhugi almennt, eins og fram hefur komið við aðrar starfandi

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.